FLE blaðið - 01.01.2021, Qupperneq 37

FLE blaðið - 01.01.2021, Qupperneq 37
37FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var gestur kvöldsins og ræddi við félagskonur um það hvernig það er að vera kona á Alþingi. Þá var farið yfir helstu viðburði ársins en þar stóð upp úr 15 ára afmælishátíð FKE sem haldin var á Hótel Natura við mikinn fögnuð þar sem söngkonan Heiða Ólafs skemmti konum fram á kvöld og mikið var um skemmtileg atriði og góðar ræður. COVID-19 heimsfaraldurinn hefur ekki síður haft áhrif á starf- semi félagsins líkt og á önnur félög á Íslandi, en fella þurfti niður fyrirhugaða heimsókn á Alþingi og færa aðalfundinn fram til ágúst sem almennt hefur verið haldinn í maí ár hvert. Að lokum hvetur stjórn félagsins allar löggiltar konur að ganga til liðs við félagið, óháð því hvort þær starfi við endurskoðun. Sara Henný H. Arnbjörnsdóttir Nýjar löggiltar: Anna Guðrún, Fríða og Elín voru boðnar velkomnar í félagið. Tveir metrar á milli. Við kunnum að fara eftir reglum enda með löggildingu í því.

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.