Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Blaðsíða 4
4 Framkvæmdafréttir nr. 724
2. tbl. 31. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 724
2. tbl. 31. árg.
5
Hringvegur (1) um
Ölfusá, alútboð
- Óskað eftir þátttakendum
í samkeppnisútboð
Vegagerðin óskar eftir þátttakendum í
samkeppnisútboð vegna byggingar nýrrar
brúar yfir Ölfusá ásamt aðliggjandi vegum,
vegamótum, brúm og undirgöngum. Um er
að ræða samkeppnisútboð á grundvelli laga
um opinber innkaup þar sem beitt verður
hæfismiðuðu vali og þeim fyrirtækjum boðið
til þátttöku sem metin verða hæf á grundvelli
útboðsauglýsingar. Vonast er til að samningar
náist á þessu ári. Stefnt er á að framkvæmdum
við byggingu Ölfusárbrúar ljúki árið 2026.
Verkið „Hringvegur (1) um Ölfusá, alútboð“ var auglýst
í rafræna útboðskerfinu TendSign föstudaginn 3.
mars 2023. Umsóknarfrestur er til klukkan 14:00
miðvikudaginn 5. apríl. Ekki verður haldinn sérstakur
opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður
bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Verkið snýst um færslu Hringvegar (1) út fyrir
þéttbýlið á Selfossi.
Meðal helstu verkþátta eru nýbygging 3,7 km
Hringvegar, bygging nýrrar 330 m langrar stagbrúar á
Ölfusá og um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum.
Gera þarf ný vegamót við Hringveg austan Selfoss,
undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og
hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi.
Einnig er gert ráð fyrir lögnum veitufyrirtækja.
Markmiðið með framkvæmdunum er að auka
umferðarrýmd, aðskilja akstursstefnur og bæta
umferðaröryggi.
→
Horft að brúarstæðinu úr vestri.
Tölvuteikningar: Studio Granda
arkitektar
↓
Svona mun brúin líta út séð frá
Selfossi.