Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Blaðsíða 17
16 Framkvæmdafréttir nr. 724
2. tbl. 31. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 724
2. tbl. 31. árg.
17
að því að skipt var yfir í hægri umferð 1968 og eftir það
var sagt „hætta til hægri“ því þá átti á víkja fyrir umferð
frá hægri. Þegar vegur eða hluti vegar varð gerður
að aðalbraut þurfti dómsmálaráðherra að auglýsa
breytinguna í Lögbirtingablaðinu. Árið 1960 var t.d.
auglýst að Suðurlandsvegur væri aðalbraut austur að
Gaulverjabæjarvegi. Þessi skortur á aðalbrautum var
svo viðvarandi og það var langt komið fram á þessa
öld þegar skilgreining aðalbrauta var komin í takt
við eðlilega aksturstilfinningu sem er að bein leið eigi
forgang á hliðarvegi.
Það hefur víða mikið verið fjallað um
breytinguna yfir í hægri umferð 1968 og er hún
ekki umfjöllunarefnið hér. En þó má segja að öll
framkvæmdin hafi gengið vel og var það ekki síst
vegna þess að árið áður hafði sama breyting átt sér
stað í Svíþjóð og gátum við nýtt okkur reynsluna þar.
Ég tel að hægri breytingin á Íslandi hafi verið fyrsta
nútíma almannatengslaátak þjóðarinnar þar sem öllum
miðlum var beitt á faglegan hátt. Við gátum nýtt okkur
sem fyrirmynd ýmiskonar kynningarefni frá Svíþjóð
og svo nutum við reynslu góðra fjölmiðlamanna við að
koma því á framfæri.
Sænskar teikningar
Hægri umferð leiddi af sér breytingar á
umferðarmerkjareglugerðinni frá 1959 sem birtar
voru í tveimur auglýsingum 1968. Tákn sem sýndu
umferðarstefnu spegluðust eins og eðlilegt var og
merki sem táknar að framúrakstur sé bannaður
breyttist. Teikning þess merkis var eins og teikningin í
sænsku reglugerðinni frá 1966 og var það undanfari
nýrrar reglugerðar sem öðlaðist gildi 1. maí 1979
en allar teikningarnar í þeirri útgáfu voru eins og
í sænsku reglugerðinni. Við vorum, sem sagt 11
árum eftir hægri-breytinguna, enn mjög upptekin af
sænsku fyrirmyndunum. Það er sjálfsagt smekksatriði
en ég tel að við höfum verið frekar óheppin með
fyrirmynd að þessum teikningum því þær sænsku
voru ekki þær flottustu sem finna mátti í Evrópu
á þessum tíma. Þessar teikningar voru samt enn
í notkun þegar ný reglugerð kom út 1989. Svo er
það annað útlitseinkenni umferðarmerkja sem er
eins hjá okkur og Svíum og reyndar Finnum líka,
það er að viðvörunarmerki og bannmerki eru með
gulum grunnfleti sem sést víst betur í snjó. Öll önnur
Evrópulönd eru með hvítan grunnflöt nema Grikkland
og Pólland sem eru með gulan grunnflöt.
Mynd af skotnum umferðarmerkjum sem birtist í Vísi 1968.
Hafist var handa í alvöru við að merkja vegakerfið
þegar fyrsta umferðarmerkja-reglugerðin tók gildi
1959. En það gekk ekki þrautalaust því mörg
merkin voru skemmd jafnóðum og þau voru sett
upp. Það var skotið á þau eða grjóti var kastað
í þau. Umfjöllun um slík skemmdarverk má sjá í
dagblöðunum næstu áratugina.
Hjá Vegagerðinni er þekkt saga af Höskuldi
Þorsteinssyni (1925-2004) vélamanni á
Patreksfirði. Hann þurfti oft að lagfæra skemmd
umferðarmerki og sérstaklega eitt sem var í
botni fjarðarins. Höskuldur hafði mann grunaðan
um að skjóta merkin jafnóðum og ný voru sett
upp og eitt sinn, áður en hann lagði af stað í
viðgerðarferð, hringdi hann í viðkomandi og
bauð honum að koma upp í áhaldahús og skjóta
merkið þar - og spara þeim báðum ferðina inn í
fjarðarbotn.
↑
Mynd 2. Árið 2008 þegar 40 ár voru liðin frá H-deginum
setti minjavörður Vegagerðarinnar upp sýningu í
Borgartúni 7 á munum, myndum og prentefni sem
tengdist þessum tímamótum.
↑
Mynd 3. Merkið „Framúrakstur bannaður“ frá 1959 til vinstri og
til hægri merkið sem tekið var upp með hægri umferð 1968 og er
skv. sænskri teikningu. Þá bættist líka við merki sem táknar að
banni sé lokið en áður þurfti að vera undirmerki með lengd.