Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Blaðsíða 23

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Blaðsíða 23
22 Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. 23 vel yfir þær. Teikniforritið FreeHand er fyrir löngu dáið en Illustrator er notað í staðinn. Gömlu teikniskrárnar hafa gengið á milli forrita og þótt myndirnar hafi haldið sér á vector formatinu þá voru ýmsar skilgreiningar gallaðar sem gat m.a. valdið því að fletir birtust í röngum lit við prentun. Það er núna búið að gera jpg og png útgáfur af öllum pakkanum og verið er skoða hvort æskilegt sé að hafa aðrar útgáfur til reiðu. Að lokum er hér aðeins litið til framtíðar. Munu íslensku umferðarmerkin verða teiknuð upp að nýju eftir einhver ár? Ég efast um það. Í nýja rafmagnsbílnum mínum birtist tákn í mælaborðinu sem sýnir hvaða hámarkshraði gildir á götunni sem ég ek um. Einnig birtist tákn þegar framúrakstur er bannaður og ef ég kem að stöðvunarskyldu. Ég á frekar von á að þessi tækni þróist og að mynd umferðarmerkja muni birtast í framrúðunni í sjónsviði ökumanns og uppsett merki við hlið vega munu hverfa eftir einhverja áratugi. Það verður örugglega kostnaðarminna og svo er engin sérstök prýði af umferðarmerkjum í náttúrunni. Það verða því líklega teikningar mismunandi bílaframleiðenda sem sýna þau tákn sem þörf er á. Þetta er orðin löng saga en vonandi fróðleg fyrir einhverja. Eins og sagði í upphafi þá er þetta ekki sagnfræði heldur saga sögð frá mínum sjónarhóli. Ýmislegt í þessari sögu þekki ég ekki og hef þá reynt að skauta framhjá þeim þáttum. Kannski hafa einhverjir aðra sögu að segja eða geta bætt við. Það væri þá komið tilefni til frekari skrifa. Ég lýk þessu með gamalli mynd af vegvísi sem sást eitt sinn við leið á Fjallabak syðra og má segja að hún sýni að þrátt fyrir allt hafa orðið nokkrar framfarir hjá okkur í merkingum vega. ferðamanna skilji þessi ensku orð. Engu að síður hefur verið látið undan í þessum efnum og nú eru mörg undirmerki einnig á ensku. Reynt er að hafa regluna þannig að enski textinn sé í öðrum lit og fyrir neðan íslenska textann.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.