Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Blaðsíða 5

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Blaðsíða 5
4 Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. 5 Brúin verður 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri Laugardælaeyju. Brúargólf verður 19 m breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. Gert er ráð fyrir steyptum endastöplum , brúargólfi með stálbitum og steyptu gólfi og turni úr stáli. Við forhönnun brúarinnar var miðað við aðstæður á svæðinu þar sem búast má við bæði jarðskjálftum og flóðum. Í brúnni er gert ráð fyrir jarðskjálftaeinangrun og forspenntum bergfestum í undirstöðum turnsins. Framkvæmdin fer um tvö sveitarfélög, Flóahrepp og sveitarfélagið Árborg. Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi til sveitarfélaganna beggja. ↙ Brúargólf verður 19 m breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum ásamt göngu- og hjólaleið. ↓ Gert er ráð fyrir göngu- og hjólastígum undir brúna beggja megin árinnar

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.