Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Blaðsíða 14

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Blaðsíða 14
14 Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. 15 Ný tenging sem getur stytt byggingartíma Rúnar Steinn Smárason hlaut nemendaviðurkenningu Steinsteypufélags Íslands í febrúar fyrir verkefnið „Þróun nýrrar tengingar milli forsteypts stöpulveggjar og staðsteypts sökkuls.“ Rúnar Steinn hefur verið sumarstarfsmaður hjá Vegagerðinni undanfarin sumur og hefur starfað á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar í vetur. Rúnar Steinn útskrifaðist í vetur með BS gráðu í byggingatæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. „Ég var mjög ánægður með námið. Það er mjög fjölbreytt, mikil hópavinna, verkefnaskil og svo mikið verklegt sem er stór kostur. Þá fær maður starfsréttindi eftir BS prófið sem er frábært. Í árganginum mínum voru sex nemendur, þrír strákar og þrjár stelpur. Við vorum þéttur hópur sem unnum vel saman,“ segir Rúnar Steinn. Rúnar Steinn hefur verið sumarstarfsmaður á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar frá 2020. „Kennarinn minn, Ólafur Sveinn Haraldsson, benti mér á að sækja um. Hann er forstöðumaður rannsóknadeildar hjá Vegagerðinni. Hann segir öllum sínum nemendum að sækja um hjá Vegagerðinni því þar sé svo skemmtilegt og lærdómsríkt að vinna,“ segir Rúnar Steinn glettinn. Honum hefur líkað mjög vel að starfa hjá Vegagerðinni enda hafi það gefið honum ómetanlega innsýn inn í ferlið að baki vegaframkvæmdum, allt frá hugmynd og hönnun til framkvæmdar. „Ekkert verkefni er eins, sem er mikill kostur.“ ↑ Með Agli Valssyni, tæknimanni verkfræðideildar HÍ og Franz Sigurjónssyni meistaranemanda í byggingarverkfræði, eftir prófun á einu prófstykkinu.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.