Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Blaðsíða 21

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Blaðsíða 21
20 Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. 21 Í framhaldinu teiknaði ég upp nokkur ný þjónustumerki og þar með voru komnar vector teikningar sem hægt var að nota við aðra útgáfu og framleiðslu merkjanna. Það hófst síðan vinna við nýja reglugerð sem kom svo loksins út 1995. Það var ljóst að það urðu að vera til vector teikningar allra tákna og það var leitað að þeim. Frummyndir íslenskra framleiðenda voru skoðaðar en þær voru í grunninn sænsku myndirnar sem þóttu orðið full gamaldags, t.d. bílatáknin þar sem drifkúlan gekk niður úr miðjum bílnum. Dómsmálaráðuneytið stýrði vinnu við nýja reglugerð og ég man eftir fundi með allt að 12 fulltrúum ýmissa umsagnaraðila, þar sem flett var fram og til baka í norrænum reglugerðum en ekkert þokaðist í vinnunni. Við Vegagerðarmenn ákváðum þá að ég myndi hreinteikna upp fyrstu 25 viðvörunarmerkin í FreeHand og setja upp í reglugerðarformi í PageMaker. Þetta sendum við í ráðuneytið og þeir tóku þessu bara vel. Það sem ég held að hafi ráðið úrslitum var að á viðvörunarmerkinu um reiðmenn var kominn íslenskur hestur en ekki háfættur sænskur gæðingur. Mig minnir að einhver ljósmynd hafi verið notuð sem fyrirmynd og útlínurnar teiknaðar upp. Björn Ólafsson var forstöðumaður þjónustudeildar og stjórnaði vinnu Vegagerðarinnar í samráði við yfirstjórn stofnunarinnar. Ég var starfsmaður á plani, teiknaði upp tillögur skv. ósk minna yfirmanna en þeir tóku ákvarðanir um það sem var lagt fyrir dómsmálaráðuneytið. Ég hélt áfram að hreinteikna merki, við sömdum texta við ný merki og settum upp í reglugerðarformið. Þetta var síðan sent til umsagnaraðilanna sem þá gátu gert athugasemdir við eitthvað sem komið var á blað. Teiknivinnan var eitthvað minni en mætti halda því þegar einu sinni var búið að teikna tákn fyrir fólksbíl frá hlið og að framan og aftan, þá nýttist sú teikning á mörg merki. Eins var með vörubíl og önnur farartæki. Áfram var nokkuð um frumteikningar þjónustumerkja sem ég reyndi að gera eftir bestu getu. Eins var með nokkur undirmerki þar sem myndir fylgdu nú þar sem áður hafði einungis verið texti. Má þar t.d. nefna Blindhæð, Óbrúaðar ár, Illfær vegur og Einbreið brú. Stór breyting frá fyrri reglugerð voru svo akreinamerkin sem nú urðu hvítar örvar á bláum fleti í stað svartra tákna á gulum fleti. Ég held að þetta hafi verið allt unnið með íslensku leiðinni, þetta var gert af því að það þurfti að gera það. Erlendis komu sjálfasagt miklu fleiri að svona vinnu en ekkert endilega með betri árangri. Sænsku merkin hafa t.d. verið uppfærð en eru samt enn frekar óspennandi. Um svipaði leyti og við voru að hreinteikna okkar merki var verið að hanna nýjar seríur í Danmörk og Þýskalandi þar sem teikningar voru einfaldaðar á skemmtilegan hátt. Ég teiknaði 2-3 merki í svipuðum stíl og þau voru send í dómsmálaráðuneytið en þar var ákveðið að halda okkur við eldri stíl. ↑ Mynd 12 Undirmerki með texta og myndum komu ný inn í reglugerðina 1995. ↑ Mynd 13 Akreinamerki urðu blá með hvítum örvum 1995 í stað gulra flata áður.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.