Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Blaðsíða 16

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Blaðsíða 16
16 Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. 17 Sænskar teikningar og íslenskur hestur Saga umferðarmerkja á Íslandi – Seinni hluti, hægri umferð Höfundur: Viktor Arnar Ingólfsson Í síðasta blaði var fjallað um umferðarmerki frá upphafi sögu þeirra hér á landi og lauk með frásögn af innleiðingu fyrstu umferðarmerkjareglugerðarinnar í mars 1959. Ég tók það fram í upphafi sögunnar að ekki væri um sagnfræði að ræða, þetta var lausleg samantekt heimilda, sögð frá mínum sjónarhóli. Þessi seinni hluti er enn persónulegri þar sem ég var þátttakandi í sögunni frá lokum 9. áratugarins og fram til þessa dags. Þannig er þetta minn einhliða vitnisburður með sjálfsævisöguívafi. Ég get ekki sagt þessa sögu á annan hátt. Frá vinstri til hægri Árin eftir 1959 voru umferðarmerki helst í fréttum þegar þau voru skemmd, sem var ótrúlega algengt, eða þegar kvartað var yfir því hve hægt gangi að merkja varasama staði á þjóðvegum. Einnig var það áhyggjuefni hve lítið var gert í að skilgreina umferðarmestu vegina sem aðalbrautir en því fylgdi að setja þurfti biðskyldumerki á hliðarvegi sem kostaði mikla peninga. Á meðan það var ekki gert gilti reglan að víkja skyldi fyrir umferð frá vinstri. Allir ökumenn áttu að þekkja setninguna „varúð til vinstri“. En svo leið ↓ Mynd 1. Biskupstungnabraut var ekki aðalbraut þegar þessi mynd var tekin 1991 og því átti að víkja fyrir umferð af hliðarvegum frá hægri, sem var reyndar sjaldnast gert. Eins og sjá má var miðlína vegarins máluð gul á þessum árum. Það hafði verið tekið upp í reglugerð um umferðarmerki árið 1979 en var svo breytt aftur í hvíta miðlínu 1995.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.