Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Blaðsíða 3

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Blaðsíða 3
2 Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. 3 Tilboð verða opnuð 18. apríl. Ef allt gengur að óskum ætti verktaki að geta hafið framkvæmdir sumarið 2023. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið haustið 2026. Markmiðið með framkvæmdinni er að auka umferðaröryggi vegfarenda og stytta ferðatíma, auk þess að létta verulega á umferð um Vatnsendaveg en í Kópavogi, austan Reykjanesbrautar, búa hátt í 15.000 manns. Þá mun vegkaflinn bæta viðbragðstíma fyrir neyðaraðila í efri byggðum Kópavogs og Reykjavíkur til muna. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkur, Kópavogs, Betri samgangna, Veitna og Mílu. Verkið er fjármagnað af Samgöngusáttmálanum, sem gerður var 2019 milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu, þar sem markmiðið er m.a. að stuðla að auknu umferðaröryggi, hagkvæmum, greiðum og skilvirkum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Verkfræðistofan Verkís hefur unnið myndband fyrir Vegagerðina þar sem sjá má þrívíddarlíkan af fyrirhuguðum framkvæmdum. Myndbandið er að finna á vef Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is. ↓ Hér sést hvar fyrirhugaður Arnarnesvegur, 3. áfangi, mun liggja. ↓ Séð til NA eftir nýjum Arnarnesvegi. ↓ Horft til SV eftir nýjum Arnarnesvegi.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.