Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Blaðsíða 19
18 Framkvæmdafréttir nr. 724
2. tbl. 31. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 724
2. tbl. 31. árg.
19
Annað atriði sem mátti sjá vísi að 1989 var viðbót
við þjónustumerki. Á þessum árum var það vaxandi
vandamál að þjónustuaðilar settu stjórnlaust
upp auglýsingaspjöld við vegi og ekki öll falleg.
Þetta var brot á ýmsum lögum og reglum, svo sem
umferðarlögum og náttúruverndarlögum, en illa gekk
að losna við þetta. Rekstrarstjórar Vegagerðarinnar
áttu, í samráði við lögreglu, að taka niður svona skilti í
sínu héraði en oftar en ekki voru það kunningjar þeirra,
vinir eða ættingjar sem voru að auglýsa þjónustu
sína. Skiljanlega gat það verið erfitt fyrir starfmenn
Vegagerðarinnar að taka niður skilti veitingastaðar
og mæta svo í hádegismat sama dag. Heimamönnum
gekk því sumum illa að fást við þetta og þetta stríð var
því háð að mestu frá Reykjavík. Jafnhliða því að skilti
voru tekin niður voru teiknuð ný þjónustumerki fyrir allt
sem mönnum gat dottið í hug að bjóða upp á. Þessi
tákn eru nú orðin nokkuð á annað hundrað. Þannig
gátu allir sem buðu upp á einhverskonar þjónustu sett
upp merkingar sem stóðust reglugerð en staðsetning
miðaðist við sérstakar reglur. Í nýrri reglugerð sem senn
tekur gildi fækkar myndum þjónustumerkja umtalsvert
frá því áður var en opnað fyrir það að veghaldari geti
leyft önnur tákn. Nýtt þjónustutákn þarf því ekki að
vera auglýst í reglugerð, það má setja það upp ef
veghaldari telur það æskilegt og má gefa sér að öll
tákn sem áður hafa sést í reglugerð séu leyfileg.
Vegvísar á hálendinu voru lengi vandamál,
sérstaklega vegna þess að öll venjuleg efni
veðruðust hratt og illa. Þessi mynd er frá 1989 og
sýnir að menn hafi þó reynt að bjarga sér.
←
Mynd 7 Breytingar á vegvísum þegar danskur staðall var
tekinn í notkun 1989. Hætt var að vera með kílómetratölur
á spjöldunum því þessar tölur urðu úreltar við hverja
styttingu vegalengdar og þá þurfti að endurnýja merkið.
↙
Mynd 8 Vegvísar á höfuðborgarsvæðinu. Notaðir eru aðrir
litir en á öðrum stöðum á landinu.
↓
Mynd 9 Ein af ótal auglýsingum sem sjá mátti við þjóðvegi
á 8. og 9. áratugunum. Alls ekki versta dæmið en nýtist hér
því staðurinn kemur ekki fram á myndinni.