Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Blaðsíða 10
10 Framkvæmdafréttir nr. 724
2. tbl. 31. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 724
2. tbl. 31. árg.
11
Reykjanesbraut (41)
Krýsuvíkurvegur
– Hvassahraun
Vegagerðin býður út tvöföldun Reykjanesbrautar
(41) milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns
ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Tilboð verða
opnuð 5. apríl. Vonir standa til að framkvæmdir
geti hafist í maí á þessu ári en áætlað er að
verkinu ljúki árið 2026.
Úboðið heitir; Reykjanesbraut (41-15), Krýsuvíkurvegur
– Hvassahraun. Í því felst lagning Reykjanesbrautar
á um 5,6 km kafla og inni í verkinu er einnig bygging
brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi,
gangandi og hjólandi. Verkið er samstarfsverkefni
Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu,
Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna.
Á Reykjanesbraut verða gerð mislæg gatnamót
við Rauðamel en þar er að finna nýtt framtíðar
byggingarsvæði Hafnarfjarðar. Mislæg gatnamót við
Straumsvík verða stækkuð og bætt við tengingu að
iðnaðarsvæði Hafnarfjarðar við Álhellu. Einnig verða
gerðir eftirlitsstaðir við Reykjanesbraut og stofnstígur
fyrir gangandi og hjólandi milli Hraunavíkur og Straums
ásamt tengingu við Straumsvík.
Inni í verkinu eru eftirtaldar vegaframkvæmdir:
→ Tvöföldun Reykjanesbrautar (st. 0 – 5.600).
Tvær akreinar verða byggðar sunnan við
núverandi Reykjanesbraut. Eftirlitsstaðir fyrir
umferðareftirlit koma annars vegar sunnan við
nýjan veg og hins vegar norðan við núverandi
veg.
→ Aðreinar, fráreinar, rampar og hringtorg.
→ Vegtengingar frá Reykjanesbraut að Straumi.
→ Álhella (st. 110 – 642), Hraunavíkurvegur,
Rauðimelur.
→ Vegtengingar frá Álhellu að Gerði og Kapellu.
→ Stofnstígur fyrir gangandi og hjólandi milli
Hraunavíkur og Straums ásamt tengingu að
Straumsvík.
↓
Breyta þarf mislægum
gatnamótum við Straumsvík.
Tölvuteiknaðar myndir: Mannvit