Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Blaðsíða 2

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Blaðsíða 2
2 Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. 3 Verkið Hringvegur (1), Biskupstungnabraut – Gljúfurholtsá er annar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. ÍAV er aðalverktaki framkvæmdanna sem hófust í apríl 2020. Framkvæmdin nær um sveitarfélagið Ölfus og sveitarfélagið Árborg og skiptist í Hringveg (um 7,2 km), Ölfusveg (um 6,6 km), Þórustaðaveg (um 0,4 km) og Biskupstungnabraut (um 0,7 km). Suðurlandsvegur – umferð hleypt á 4 km kafla Umferð var hleypt á nýtt hringtorg við Biskupstungnabraut og nýjan kafla Suðurlandsvegar 8. september síðastliðinn. Kaflinn nær frá hringtorginu og um fjóra kílómetra í átt að Hveragerði. Verkið er nokkuð á undan áætlun en vonir standa til að opna allan veginn milli Hveragerðis og Selfoss fyrir árslok. ↑ Hringtorg á vegamótum Biskupstungnabrautar og Hringvegar. ← Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fór fyrstur hinn nýja veg þegar hann var opnaður.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.