Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Blaðsíða 4
4 Framkvæmdafréttir nr. 721
6. tbl. 30. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 721
6. tbl. 30. árg.
5
Brúin yfir Laxá í Kjós var byggð árið 1933 og er því
90 ára gömul. „Ástand brúarinnar var orðið fremur
slæmt en gott eftirlit var haft með henni. Í sumar
þótti svo ljóst að setja þyrfti þungatakmarkanir á
brúna sem er óheppilegt enda er nokkur þungaumferð
um Hvalfjarðarveginn,“ segir Fjölnir Már Geirsson
verkefnastjóri vinnuflokka Vegagerðarinnar. „Þar
sem bregðast þurfti hratt við var ákveðið að fela
brúavinnuflokknum í Vík það verkefni að gera við
brúna og náðum við að stinga því inn á milli annarra
verkefna,“ lýsir Fjölnir.
Gert við brúna
yfir Laxá í Kjós
Hönnunardeild Vegagerðarinnar hannaði
endurbyggingu brúarinnar en samhliða því gat
brúavinnuflokkurinn hafið undirbúning. Við reyndum
að forvinna brúna eins mikið og hægt var til að
stytta framkvæmdatíma á verkstað,“ útskýrir Fjölnir
en meðal þess sem hægt var að forvinna var smíði
stálbita sem voru notaðir til að styrkja brúna. „Til þess
fengum við níu 20 metra langa stálbita sem urðu
afgangs við byggingu Landeyjahafnar og smíðuðum
úr þeim fjóra 45 metra langa stálbita. Þetta gerðum
við í ágúst í húsnæði Vegagerðarinnar í Garðabæ.“
Meðan hluti hópsins smíðaði stálbitana fóru hinir í að
forsmíða flekaeiningar úr timbri sem notaðar voru í gólf
brúarinnar.
Brúavinnuflokkur Vegagerðarinnar vann að
viðgerðum á brúnni yfir Laxá í Kjós í september.
Þungatakmarkanir höfðu verið settar á þessa 90
ára gömlu brú í sumar og mikilvægt þótti að hefja
viðgerðir sem fyrst. Með góðum undirbúningi og
forvinnu þurfti aðeins að loka brúnni í tíu daga.
↑ Yfirbygging
brúarinnar var rifin.
↗ Brúarviðgerð á
síðustu metrunum,
verið að festa gólfið og
vegrið komin upp.