Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Blaðsíða 6

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Blaðsíða 6
6 Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. 7 „Ég hef fengið jákvæð viðbrögð við þeim og kallað er eftir hraðari uppbyggingu stígakerfisins, ef eitthvað er,“ segir Katrín. Um er að ræða stofnnet göngu- og hjólastíga sem heyra undir Samgöngusáttmálann og sveitarfélögin sex á höfuðborgarsvæðinu halda utan um í samstarfi við Vegagerðina. „Uppbygging stígakerfisins er liður í því að auðvelda fólki að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið á hjóli, þar sem öryggi vegfarenda er í fyrirrúmi,“ segir hún. Nýr samgöngustígur í Mosfellsbæ „Búið er að leggja nýjan aðskildan göngu- og hjólastíg með tvístefnu í Mosfellsbæ. Stígurinn liggur frá íþróttasvæðinu við Varmá í gegnum Ævintýragarðinn og að nýja hverfinu í Leirvogstungu. Hann tengir vel saman gamalgróin hverfi við nýja hverfið,“ segir Katrín. Umræddur stígur, sem er 1,7 km að lengd og 5 m á breidd, er mikil samgöngubót. Hluti af framkvæmdunum fólst í því að byggja tvær nýjar brýr, yfir Varmá og Köldukvísl. „Framkvæmdir við stíginn hófust haustið 2020 en mest var um að vera í fyrrasumar. Í vor og sumar fór fram lokafrágangur. Samgöngustígurinn var svo vígður með pompi og prakt í lok ágúst,“ greinir Katrín frá. Stígar á góðri siglingu Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að framkvæmdir vegna göngu- og hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu hafi heilt yfir gengið vel í sumar. Strandgata í Hafnarfirði Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir við Strandgötu í Hafnarfirði en þar er verið að leggja aðskilinn göngu- og hjólastíg. „Hann mun tengjast inn á stígakerfi sem liggur inn á Vellina til suðurs og upp í Áslandshverfi til norðurs. Með nýja stígnum verður komin samfelld göngu- og hjólaleið frá Völlunum og Áslandi niður í miðbæ Hafnarfjarðar. Búast má við að stígurinn verði tilbúinn með haustinu,“ segir Katrín. Fífuhvammsvegur Kópavogi Í Kópavogi er verið að leggja lokahönd á nýjan, aðskilinn göngu- og hjólastíg með tvístefnu við Fífuhvammsveg, milli Lindavegar og Suðursala. „Sá stígur er eitt skref í því að gera aðskilda göngu- og hjólastíga meðfram öllum Fífuhvammsvegi og á næstu árum munu framkvæmdir við hann halda áfram,“ segir Katrín. Samgöngustígur í Mosfellsbæ. Hjóla- og göngustígar við Strandgötu. Aðskilinn stígur með tvístefnu við Fífuhvammsveg.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.