Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Blaðsíða 22
22 Framkvæmdafréttir nr. 721
6. tbl. 30. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 721
6. tbl. 30. árg.
23
←
↑
→
↓
↖
↗
↘
↙
Dúkurinn var svo lagður ofan á klæðinguna og festur
með bikþeytu. Síðan var lagt eitt malbikslag yfir. „Þar
sem malbik var lagt á Biskupstungnabrautina frá
Hringvegi framyfir Sogið á sama tíma verður áhugavert
að bera saman hvernig akreinabútar með dúknum
munu endast borið saman við gagnstæða akrein og
nærliggjandi akreinar,“ segir Þorbjörg.
Síðasti (þriðji) kaflinn sem var lagður var á
Reykjavíkurvegi fyrir framan höfuðstöðvar Colas á
Íslandi en þar var efsta malbikslagið fræst ofan af,
dúkurinn lagður í bikþeytu og malbikað yfir. Aftur var
dúkurinn lagður á neðri akreinina sem var verr farin og
sem verður fyrir meiri álagi þungaumferðar. „Sá vegur
þarf til lengri tíma litið hugsanlega meiri uppbyggingu
en það verður fróðlegt að sjá hvort dúkurinn hafi
einhver áhrif á endingu slitlags á veginum.“
Veggreinir Vegagerðarinnar, mælibíll sem mælir
yfirborð og uppbyggingu vega, gerði mælingar á
vegköflunum í fyrra og aftur í vor. Mælingum verður
haldið áfram næstu ár og að lokum tekin saman
skýrsla um hvernig vegkaflarnir með dúknum stóðu sig
samanborið við aðra. Því er enn of snemmt að draga
ályktanir um gagnsemi dúksins.
Rannsóknir í öðrum löndum hafa sýnt fram á
gagnsemi malbiksdúka en Þorbjörg segir ekki hægt
að draga þá ályktun að þeir muni nýtast jafn vel hér
á landi. „Aðstæður hér eru allt aðrar, og því er um að
gera að prófa og rannsaka virkni þeirra hér á landi, því
ef dúkurinn gefur góða raun getur hann verið góð lausn
við ýmsar aðstæður“.
Ef niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á
gagnsemi dúksins eru veghaldarar mögulega komnir
með lausn til að spara yfirlagnir og dreifa álagi jafnar
niður á burðarlög sem ekki hafa fullnægjandi styrk.
Notkun dúksins getur þannig minnkað rask meðan á
framkvæmdum stendur, stytt lokanir vega og lengt
endingu yfirlagna.
↑ Malbikað yfir dúkinn á Biskupstungnabraut.
↗ Dúkurinn er trefjadúkur sem virkar sem eins
konar járnagrind milli bundinna slitlaga.