Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Blaðsíða 12

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Blaðsíða 12
12 Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. 13 Höfundur: Dr. Ólafur Sveinn Haraldsson Forstöðumaður rannsóknadeildar Formaður stýrinefndar NordFoU 2022-2023 Þátttökulöndin eru Finnland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Ísland og Færeyjar. Markmið NordFoU er að vinna sameiginlega að ákveðnum rannsóknaverkefnum og fjármagna þau sameiginlega úr sjóðum sínum. Fyrirkomulagið NordFoU skapar samlegðaráhrif fyrir allar stofnanir og aðstoðar við að: → Takast á við sameiginleg vandamál → Nýta takmarkaða fjármuni → Forðast endurtekningar á rannsóknum → Takast á við stærri rannsókna- og þróunarverkefni → Fá fleiri sjónarmið við skilgreiningu á rannsóknaþörf → Miðla niðurstöðum til stærra svæðis Vegagerðir á Norður- löndum vinna saman að rannsóknum og þróun Vegagerðin tekur þátt í NordFoU (Fællesnordisk forskningssamarbeide) sem er samstarfsvettvangur vegagerða Norðurlanda í rannsóknum. Til að verkefni séu tekin upp undir hatti NordFoU þurfa a.m.k. tvö af þátttökulöndunum að koma að þeim. Ákvörðun um þátttöku er tekin af viðkomandi stofnun í hverju landi fyrir sig. Verkefni geta ýmist verið unnin innan eða utan stofnananna en tillögur að verkefnum þurfa þó ávallt að koma formlega frá einhverri þeirra. Niðurstöður verkefna eru aðgengilegar fyrir allar þjóðirnar.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.