Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Blaðsíða 24

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Blaðsíða 24
24 Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. 25 Báðar brýrnar leysa af hólmi einbreiðar brýr en tilgangur framkvæmdanna er einmitt að fækka einbreiðum brúm, stuðla að greiðari samgöngum og ekki síst að auka umferðaröryggi til muna. Með byggingu þessara brúa ásamt byggingu brúar á Sólheimasandi sem var að ljúka verða einbreiðar brýr á Hringvegi 29 talsins. Umferð um þessar býr er þó nokkur en samkvæmt tölum frá árinu 2019 er umferð um Hringveg á útboðskaflanum 2.092 bílar á sólarhring á sumrin en 929 bílar á sólarhring á veturna. Vega- og brúargerð við Hverfisfljót Gamla brúin yfir Hverfisfljót var byggð árið 1968. Hún er 60 m að lengd og einbreið, 4 m á breidd. Nýja brúin stendur 20 m neðan við núverandi brú. Hún er tvíbreið (10 m) og 74 m löng. Brúin er samverkandi stálbitabrú með steyptu gólfi í þremur höfum 22 m, 30 m og 22 m. Landstöplar og nyrðri millistöpull eru grundaðir á klöpp en syðri millistöpull er grundaður á boruðum staurum. Verkið felst einnig í vegagerð sem tengir nýju brúna við núverandi vegakerfi. Veglínan fylgir að mestum hluta núverandi vegi. Nýir vegir verða alls um 2,1 km. Þar af er rúmlega 1 km endurbyggður í núverandi vegstæði og rúmlega 1 km nýr vegur í nýju vegstæði. Auk þess verður byggður nýr áningarstaður við Hverfisfljót í stað núverandi áningarstaðar sem hverfur undir nýjan veg. Gamla brúin yfir Hverfisfljót verður rifin þegar framkvæmdum lýkur. Einbreiðum brúm á Hringvegi fækkar um tvær Tvær varasamar einbreiðar brýr hverfa af Hringvegi þegar framkvæmdum lýkur við verkið Hringvegur (1) um Hverfisfljót og Núpsvötn. Vegagerðin bauð út byggingu brúa á Hverfisfljót og Núpsvötn ásamt endurgerð vegakafla beggja vegna og gerð tveggja áningarstaða sumarið 2021. Samið var við ÞG Verk um framkvæmdina. Samningurinn hljóðaði upp á 1.425 m.kr. Mögulega verður hægt að opna fyrir umferð um brýrnar fyrir áramót. → Brúin yfir Hverfisfljót verður 74 m löng og 10 m að breidd. ↘ Nýja brúin yfir Hverfisfljót stendur 20 m neðan við núverandi brú.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.