Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Blaðsíða 21
20 Framkvæmdafréttir nr. 721
6. tbl. 30. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 721
6. tbl. 30. árg.
21
Vegagerðin er með nokkur tilraunaverkefni í gangi
þar sem slíkir dúkar eru notaðir, en í sumar var dúkur
lagður undir nýtt malbik á Reykjanesbraut. Þar var
vegurinn illa farinn og mikil umferð er á veginum.
„Malbiksdúkar hafa verið notaðir um allan
heim í nokkra áratugi en aðeins lítið verið nýttir
hér á landi. Mér fannst því áhugavert að rannsaka
hvernig þeir koma út í íslenskum aðstæðum,“ segir
Þorbjörg Sævarsdóttir verkfræðingur á hönnunardeild
Vegagerðarinnar sem fékk styrk frá rannsóknasjóði
Vegagerðarinnar í fyrra til að rannsaka virkni
malbiksdúka af gerðinni HaTelit.
Virkni malbiksdúka
könnuð við íslenskar
aðstæður
Malbiksdúkar hafa verið notaðir með góðum
árangri víða um heim. Það eru trefjadúkar sem
lagðir eru milli bundinna slitlaga. Þeir virka sem
eins konar járnagrind milli laga og jafna þannig
álag sem fer niður í burðarlögin og minnka hættu
á að sprungur í burðarlögum/undirlagi komi upp
á yfirborð.
„Við lögðum dúkinn á tvo kafla á Biskupstungnavegi
og einn kafla á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði sumarið
2021. Við vorum í samstarfi við innflytjanda dúksins
Gný ehf. sem gaf okkur efnið í rannsóknina og Colas
Ísland sem sá um malbikun,“ segir Þorbjörg.
Upphafleg hugmynd rannsóknarinnar var að
fræsa upp malbikaðan veg, leggja dúkinn á milli og
malbika yfir. „Við tókum hins vegar þá ákvörðun að
prófa að leggja dúkinn ofan á klæðingu til að sjá
hvernig það kæmi út,“ segir Þorbjörg en fyrir valinu
varð Biskupstungnabraut, tiltölulega nýendurbyggður
vegur með klæðingu sem til stóð að malbika að hluta.
„Við völdum tvo kafla á veginum og lögðum áherslu
á að velja neðri akreinar þar sem sjá mátti talsverða
sprungumyndun og hjólför.“
↑ Vandaverk er að leggja
dúkinn sem er 2,50 m á
breidd.