Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Blaðsíða 26
26 Framkvæmdafréttir nr. 721
6. tbl. 30. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 721
6. tbl. 30. árg.
27
Vega- og brúargerð við Núpsvötn
Núverandi brú við Núpsvötn var byggð árið 1973. Hún
er 420 m löng, einbreið með tveimur útskotum. Aðkoma
að brúnni er slæm þar sem hún stendur hátt miðað
við landið. Brúin var byggð miðað við öryggiskröfur
þess tíma en þær kröfur hafa breyst mikið í gegnum
árin, þannig þola vegrið brúarinnar ekki þá áraun sem
ætlast er til í dag.
Breyting varð á vatnsvegi Núpsvatna fyrir
allmörgum árum þegar jökuláin Súla, sem rennur
undan Skeiðarárjökli skipti um farveg og sameinaðist
Gígjukvísl. Við þessar breytingar lækkaði rennsli
Núpsvatna umtalsvert og því verður nýja brúin mun
styttri en sú eldri.
Verkið felst í byggingu nýrrar 138 m langrar
tvíbreiðrar brúar en hún stendur ofan við núverandi
brúarstæði. Einnig hefur verið byggður nýr vegur en
hann og brúin eru í nýju vegstæði á 1,9 km löngum
kafla. Einnig verður byggður nýr áningarstaður vestan
við nýju brúna.
Brúin er eftirspennt steinsteypt brú með steyptu
gólfi í fimm höfum, alls 138 m löng. Brúin er með 9 m
breiðri akbraut og með 0,5 m breiðum bríkum og því
10 m að heildarbreidd.
Allir stöplar brúarinnar eru grundaður á staurum,
sem brúavinnuflokkur Vegagerðarinnar sá um að reka
niður.
Stefnt að opnun fyrir áramót
„Næsta skref í framkvæmdinni er að steypa
brúardekkið. Hugsanlega verður hægt að klára
það fyrir lok október,“ segir Höskuldur Tryggvason
umsjónarmaður verksins hjá framkvæmdadeild
Vegagerðarinnar þegar rætt er við hann í lok
september. Hann segir samtímis unnið að
vegtengingum báðum megin við brýrnar. „Stefnan er að
ná að tengja nýju vegtengingarnar við brýrnar fljótlega
eftir að búið er að steypa svo mögulega verður hægt
að opna fyrir umferð fyrir áramót.“
Framkvæmdir hafa gengið ágætlega. Aðstæður
eru afar mismunandi milli framkvæmdasvæðanna
tveggja. „Brúin yfir Hverfisfljót er byggð yfir
vatnsfarveginum og áin fellur undir henni í þröngum
stokki. Þetta geta verið krefjandi aðstæður. Við
Núpsvötn var ánni hins vegar veitt í annan farveg og
brúin byggð á þurru landi. Það er þægilegra en hins
vegar hefur verktakinn lent í því nokkrum sinnum
að flætt hefur inn á framkvæmdasvæði í flóðum og
tafið þannig verkið,“ lýsir Höskuldur. Upphaflega stóð
til að brúin yfir Hverfisfljót yrði tilbúin í júlí og brúin
yfir Núpsvötn í nóvember. Höskuldur segir nokkrar
skýringar vera á töfum. „Heimsástandið vegna covid og
stríðsins í Úkraínu hefur haft töluverð áhrif. Bæði hefur
gengið hægar að fá afhent stál og erfiðara gengið að
fá fólk til starfa erlendis frá vegna ferðatakmarkana.
Þá spilaði veturinn ekki með okkur og vinna lá niðri um
tveggja mánaða skeið vegna veðurs.“
↑ Nýja brúin yfir Núpsvötn verður 138 m
löng en sú eldri er 420 m löng.
→ Nýja brúin yfir Núpsvötn er byggð á
þurru landi en ánni er veitt í annan farveg
meðan á framkvæmdum stendur.