Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Blaðsíða 44
Þessi mynd sýnir að notkun skrautlegra forma þarfekki að leiða til þess að hönn-
unin líti gamaldags út. Það er þó algeng röksemdarfærsla hjá módernistum að
skrautgeti ekki átt við í nútímanum. -Myndin sýnir móttökusal byggingarfyrirtæk-
is í Bandaríkjunum.
Norðurlanda við Austurlönd (fyrst
og fremst Miklagarð, Býzans) eftir
stórfljótum Rússlands, að baki
Evrópu Miðaldanna, sem list og
skreytiIist náði að blómgast þar.
Halldór Laxness lýsir þessum
áhrifum svo í Sjálfsagðir hlutir:
„Þjóðsagnafræðingar og lærðir
menn í bókmenntum kunna að
rekja uppruna ýmissa norrænna
efna, sagna og fyrirmynda til
Austurlanda, jafnvel alla leið til
Indlands og eru sum það gömul að
þau eru fráleitt kominn yfir Vestur-
Evrópu. . ." Halldór heldur síðan
áfram um Austurlensk áhrif í
handverki: „Aðferðir og skraut
ýmiskonar í silfursmíði hjá
Noregsmönnum og íslendingum
virðist standa í beinum teingslum
við austræn vinnubrögð. Indverskt
víravirki er nær hinu íslenska en
bæði norskt og ítalskt, í rauninni
sama vinna, sama form. . ." (bls.
12).
Þrátt fyrir tengslin til austurs
lagðist miðaldamyrkrið um síðir
einnig yfir Norðurlönd vegna
þunglamalepra kenninga kaþólsku
kirkjunnar. Island var aftur á móti
það fjarlægt þessu valdi að áhrif
þess urðu ekki eins lamandi. Telja
margir þetta meðal orsaka þess
hversvegna norrænar bókmenntir
náðu að blómgast á íslandi. í
ritgerð um íslenska myndlist, í
fyrrnefndri bók, dregur Halldór
Laxness saman dæmi úr
Ömurleg finnsk skrifstofusamstæða úr
áiprófíium og norskur stóll úr borðum
komnum beint úr þykktarheflinum.
Hér á landi sem víða annarsstaðar voru
húsgögn oft með skrauti og fallegri, lit-
sterkri skrautmálningu. -Þessi skápur er
frá árinu 1865.
44