Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Blaðsíða 40

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Blaðsíða 40
HÚSGÖGN SEM VÖ^U ATHYGLI Á BELLS CENTER í KAUPMANNAHÖFN ÍVOR, Guðmundur Pálsson Guðmundur Pálsson húsgagnaframleiðandi hóf hönnun og framleiðslu á nýrri línu húsgagna árið 1985 úr gleri, plexigleri og stáli. G.P. hannar sjálfur alla framleiðslu sína, en fagmenn, hver á sínu sviði smíða hlutana, sem síðan eru settir saman á verkstæði G.P. húsgagna. Bjartsýnin réði ferðinni og með auknum umsvifum fékk Guðmundur styrk frá Iðnlánasjóði og fleiri aðilum, sem gerði honum fært að sýna nú í vor á húsgagnasýningunni í BELLA CENTER í Kaupmannahöfn. Gerðar voru fjölmargar fyrirspurnir og eru nú í gangi ýmsar hugmyndir um útflutning. Húsgögn þessi eru öll þannig hönnuð, að hægt er að flytja þau í hlutum og auðvelt að setja þau saman á áfangastað, en slíkt er frumskilyrði fyrir hagkvæmum útflutningi. Reynsla þeirra sem til útflutningstilrauna þekkja, er að sjaldnast vinnast markaðir á einni sýningu, því uppbygging trausts og tengsla í alþjóðaviðskiptum á þessu sviði krefst mikils tíma og undirbúnings, ef vel á til að takast. Geta má þess að G.P. er boðið að sýna húsgögn sín í ABU DABI í Saudi Arabíu á næsta ári, enda hafa þessi húsgögn vakið sérstaka athygli í suðlægari löndum. En, „hálfnað er verk þá hafið er" og gaman verður að vita hvernig tekst að fylgja á eftir þessu fyrsta strandhöggi G.P. á erlendri grund, en húsgögn þessi hafa verið á innanlandsmarkaði um skeið og líkað vel. Hér á opnunni má sjá sýnishorn af framleiðslu G.P. húsgagna. Þessi borðasamstæða á hjólum, með misháum glerplötum, var frumsýnd á Bella Center. Verslunarkeðja í Bandaríkjunum sýndi henni töluverðan áhuga. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.