Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Page 40

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Page 40
HÚSGÖGN SEM VÖ^U ATHYGLI Á BELLS CENTER í KAUPMANNAHÖFN ÍVOR, Guðmundur Pálsson Guðmundur Pálsson húsgagnaframleiðandi hóf hönnun og framleiðslu á nýrri línu húsgagna árið 1985 úr gleri, plexigleri og stáli. G.P. hannar sjálfur alla framleiðslu sína, en fagmenn, hver á sínu sviði smíða hlutana, sem síðan eru settir saman á verkstæði G.P. húsgagna. Bjartsýnin réði ferðinni og með auknum umsvifum fékk Guðmundur styrk frá Iðnlánasjóði og fleiri aðilum, sem gerði honum fært að sýna nú í vor á húsgagnasýningunni í BELLA CENTER í Kaupmannahöfn. Gerðar voru fjölmargar fyrirspurnir og eru nú í gangi ýmsar hugmyndir um útflutning. Húsgögn þessi eru öll þannig hönnuð, að hægt er að flytja þau í hlutum og auðvelt að setja þau saman á áfangastað, en slíkt er frumskilyrði fyrir hagkvæmum útflutningi. Reynsla þeirra sem til útflutningstilrauna þekkja, er að sjaldnast vinnast markaðir á einni sýningu, því uppbygging trausts og tengsla í alþjóðaviðskiptum á þessu sviði krefst mikils tíma og undirbúnings, ef vel á til að takast. Geta má þess að G.P. er boðið að sýna húsgögn sín í ABU DABI í Saudi Arabíu á næsta ári, enda hafa þessi húsgögn vakið sérstaka athygli í suðlægari löndum. En, „hálfnað er verk þá hafið er" og gaman verður að vita hvernig tekst að fylgja á eftir þessu fyrsta strandhöggi G.P. á erlendri grund, en húsgögn þessi hafa verið á innanlandsmarkaði um skeið og líkað vel. Hér á opnunni má sjá sýnishorn af framleiðslu G.P. húsgagna. Þessi borðasamstæða á hjólum, með misháum glerplötum, var frumsýnd á Bella Center. Verslunarkeðja í Bandaríkjunum sýndi henni töluverðan áhuga. 40

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.