Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Blaðsíða 82
SÓFASETT, fjöldi tegunda.
LEÐURLUX Athyglisverð nýjung
Leðurlux er tiltölulega nýtt efni sem mjög hefur rutt sér til rTÍms á allra síðustu árum. Leðurlux kemur í stað hins
hefðbundna húsgagnaleðurs sem aðallega er unnið úr nautgripahúðum, sem eru tiltölulega dýrar, sem áklæði,
ef um vandaða vöru er að ræða.
öm áratuga skeið hafa verið á markaðnum óteljandi tegundir af „leðurlíki" sem koma hafa átt í stað náttúru-
legs leðurs. Þessi efni hafa haft ýmsa ókosti, sem staðið hafa í vegi fyrir notkun þeirra til húsgagnaklæðninga.
Eftir að Leðurlux kom fram hefur orðið gjörbreyting á þessu sviði, því þetta franska efni virðist sameina flesta
kosti náttúrulegs leðurs og hefur hlotið fádæma vinsældir þar sem það hefur verið notað. Það er mjúkt og nota-
legt viðkomu, það andar (er ekki loftþétt) svo sá sem situr á því svitnar ekki. Mjög auðvelt er að na burtu blettun-
um og þarf yfirleitt ekki að nota annað en volgt vatn og klút, sé um að ræða fitu eða þvflíkt, má nota milda sápu.
Allt Leðurlux er í sama gæðaflokki og auðveldar það allt húsgagnaval. Leður er aftur á móti flokkað í um
10-20 gæðaflokka.
Ætla má að leðurlux-klætt sófasett sé um helmingi ódýrara en sófasett klætt miðlungs gæða leðri. Hóflegt
verð á húsgögnum auðveldar mjög að fólk geti breytt oftar útliti íbúða sinna.
VIÐ ERUM EINU FREMLEIÐENDUR LEÐURLUXHÚSGAGNA Á ÍSLANDI
Húsgagnabólstrun TM
Rauðagerði 25
Verslun TM-húsgagna
Síðumúla 30