Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Blaðsíða 69
Séð inn ísnyrtiherbergi frá SANSYSTEM.
TILBÚIN BAÐ- OG SNYRTIHERBERGI BEINT INN í
BYGGINGUNA.
Til þess að fullbúa þær vistarverur sem eru tæknilega
margbrotnastar í byggingum, þarf oft marga
mismunandi iðnaðarmenn.
í baðherbergi af hefðbundinni gerð þarf t.d. múrara,
pípulagningamenn, trésmið, flísalagninga mann,
rafvirkja og málara.
Fagmenn hafa lengi reynt að leysa málið á einfaldari
hátt og hér er nú komið á markaðinn tilbúin
verksmiðjuframleidd snyrtiherbergi, sem eru mjög
einföld í uppsetningu. Áætlað er að setja slík
snyrtiherbergi í eitt af þeim hótelum, sem nú eru í
byggingu hérlendis.
Snyrtiherbergi þessi af SANSYSTEM gerð eru til af
ýmsum gerðum og stærðum. Sjálfir klefarnir eru
byggðir eins og samloka, sem gefur stöðuga og berandi
byggingu. Utanum sjálfan klefann er klæðning úr
gipsplötum á málmgrind, eða þá úr spónaplötum. Til
innréttinga er notaður venjulegur baðherbergisbúnaður
úr postulíni og stálhúðuð blöndunartæki en baðker og
sturtubotn eru úr plastefnum.
Fyrirtækið BÚFÖNG flytur þessa nýjung inn, en
K.Auðunsson annast söluria.
PLÖTUR ÚR LITUÐU, LAGSKIPTU PLASTEFNI.
Plötur úr krossviði og pressuðum trjátrefjum hafa
lengi verið vinsælar fyrir húsgagna og innréttingagerð
vegna þess hve auðvelt er að vinna með þær.
Fyrirtækið Perstorp hefur nú komið fram með
skemmtilega nýjung í gerð slíkra platna. Þessar plötur
eru byggðar upp af mörgum lögum af léttu plasti en
ytra borð plötunnar er allajafnan úr harðara, slit- og
höggþolnara plastefni. Rendurnar á kanti platnanna
geta því orðið mjög litríkar og á þetta má auka með að
„fræsa" boga, beygjur eða fláa í plötukantinn.
-Umboðsmaður á íslandi fyrir þetta nýja efni er
Ofnasmiðjan Fláteigsvegi 7.
ÞJÓNUSTA FYRIRTÆKJA VIÐ NEYTENDUR.
Margar þær vörutegundir sem við þurfum að kaupa
-s.s. sjónvörp, innréttingar, gólfteppi- eru það flókin
„tæknilega" og til á markaðinum í það mikilli
fjölbreytni, að erfitt er fyrir okkur að velja vöruna af
skynsemi því upplýsingarnar vantar.
Upplýsingar um verðsamanburð og helstu einkenni
frá Neytendasamtökunum eru til nokkurrar hjálpar. En
oft vantar meiri og fjölbreyttari upplýsingar. Hér hefur
fyrirtækið Teppaland — Dúkaland komið með
skemmtilega nýjung, 28 síðna handbók um hinar ólíku
gerðir teppa, endingu og hráefni sem teppi eru búin til
úr og um lagningu og viðhald teppa.
Þetta er skemmtilegt dæmi um mátt réttra
upplýsinga, notendur ná aukinni hagkvæmni með
bættu vali og fyrirtækinu sparast fjármunir við kynningu
í versluninni, því kaupendurnir vita meira um þá vöru
sem þeir ætla að kaupa -Handbók fæst ókeypis með
því að hafa samband við fyrirtækið.