Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Blaðsíða 46

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Blaðsíða 46
litaskalarnir á gömlum málverkum, séu upprunalegir. Hreinsanir-t.d. á myndum Rembrants- hafa leitt í Ijós að undir óhreinindum og gulum fernis, leynist fjörugt og kraftmikið litaspil. Með fyrri heimstyrjöldinni varð mikil umbreyting í átt til skraut- og litleysis í Evrópu. Sérstaklega var það Norður-Evrópa (frostbeltið) sem var gripin af Iistfræðilegri sem og þjóðfélagslegri meinlætastefnu. Suðurálfumenn voru sem fyrr nokkru lífsglaðari og litglaðari. Þjóðverjar urðu til að móta stefnuna í arkitektúr og húsmunagerð öðrum fremur (Bauhaus o.fl.). Slæm útkoma þeirra í fyrra stríði leiddi til þess að þeir áttu venju fremur erfitt með að sýna af sér gáska og lífsgleði. Hönnunarstíllinn sem þeir þróuðu varð því æði meinlætalegur; skrautlaus og litlaus. Þetta gerðist nú tíska í Evrópu og víðar og má um það segja að „auðlærð er ill Danska". Á sektarkennd þjóðverja var svo enn hnikkt í seinna stríði og hófu þeir því að höggva skraut af jafnvel fegurstu byggingum og mála þær gráar eða hvítar. Nú er mikilli orku og fjármunum eytt í að koma skrautinu aftur á og mála í fallegum litum. Auk þjóðverjanna var Corbusier mikill áhrifamaður. Hjá honum þurfti ekki ytri aðstæður til að leggjast í meinlæti. Það kemur vart á óvart að eina byggingin eftir hann sem heppnaðist útfrá starfrænu sjónarmiði var klaustur og sjálfur vann hann lengstum í lítilli kompu, sem minnti á kalkaða gröf. Skandinavar auk Þjóðverja eru þær þjóðir sem haldið hafa hvað fastast í þennan vélræna, einhæfislega og kalda hönnunarstíl, enda eru þeir sérstaklega stirðbusalegt og húmorslaust fólk (Danir eru að sumu leiti undantekning). Gleðin hefur á Norðurlöndum víða svo slæmt orð á sér að henni hafa verið valin í orðfari óskemmtilegar líkingar. í sænsku þýðir t.d. „skratta" að hlæja og á hliðstæðan hátt er máltækið „að skemmta skrattanum" á íslensku haft yfir að hlæja eða gera að gamni sínu. Ég tel að við íslendingar þurfum ekki að falla inní þennan gleðisnauða hóp, því ég held að íslendingar séu að eðlisfari meiri skap- og gleðimenn en Skandinavar. Kemurþartil, hygg ég, meiri skyldleiki við Kelta og Frakka en þekkist í Skandinavíu og Þýskalandi. Skandinavísk áhrif eru því miður of leiðandi í menntun á íslandi. Þannig er t.d. boðuð skandinavísk sýn með bókinni Heimslist- heimalist, eftir Broby-Johansen í Myndlistarskólanum. í kaflanum um býzanska listert.d. hneykslast á skreytiIist: „Listin, sem flæmd hafði verið frá túlkun mannslíkamans til ytri umbúnaðar hans, varð nú að myndlausu flúri." (bls. 89). Um þessa listsýn hafði Halldór Laxness þessi orð í myndlistarritgerð sinni: „Náttúrustefnan ann því mjög að 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.