Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Blaðsíða 45

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Blaðsíða 45
fornsögunum og úr ummælum fræðimanna, til stuðnings þeirri skoðun að myndlistin hafi á líkan hátt staðið framar hér á landi en á Norðurlöndum. Hann segirtil dæmis: „ . . .jafn varfærinn fræðimaður og Halldór Hermannsson (hikar. ,)ekki við að láta þá skoðun í Ijós að íslensk málaralist hafi, samkvæmt þeim vitnisburði sem hún gefur um sig í lýsingu og smámynd, staðið hærra á íslandi á 13. öld til 15. aldar en annarsstaðar á Norðurlöndunum. . ." (bls. 119). Til sönnunar þess að viðhafnarsalir voru, a.m.k. stundum, veglega skreyttir tekur Halldór lýsingu Laxdælu á veislusal Ólafs pá í Hjarðarholti: „Voru þar markaðar ágætlegar sögur á þilviðum og svo á ræfrinu; var það svo vel smíðað að þá þótti miklu skrautlegra er ekki voru tjöldin uppi. . ." Svo vel vill til að lýsing á þessum skreytingum er til í kvæðinu Húsdrápa eftir Úlf Uggason (frá um árið 1000). Halldór lýsir myndrænni hlið kvæðisins svo: „ . . .af litum greinir Úlfur aðeins hina björtu. . . .Hann talar um „fránt" og „fránleitt", sem þýðir glitrandi, sömuleiðis „fagurt", sem þýðir bjart og „golli byrstan börg" Freys, það er göltur með gullburstir." (bls. 117). Skrautið sem prýddi flest betri hús áður á íslandi hefur varðveist í nokkrum litl- um sveltakirkjum. Skrauti og bekkjum var aftur á móti hent út úr t.d. Bessast- aðakirkju og Fríkirkjunni þar sem sett voru stálrörahúsgögn í staðinn. Markúsarkirkjan í Feneyjum hefur mjög skýr býzönsk einkenni, sérstaklega að innan. -Höfuðkirkju býzanska stílsins, Soffíu kirkjunni í Istanbul (sem hét áður Býzans), er aftur á móti nokkuð búið að breyta í íslamska átt. Annað dæmi um myndskreytingu húsa innanstokks á fyrri tíð á íslandi var rannsakað rækilega af Selmu heitinni Jónsdóttur. Sýndi hún fram á, í doktorsriti sínu, að útskornar veggfjalir, sem varðveittar eru í Þjóðmynjasafninu, séu hluti úr stórri útskorinni veggmynd í býzönskum stíl. Svona stór mynd hefði tæpast orðið til nema vegna töluverðra áhrifa frá grísk-kaþólska menningarsvæðinu. Þessi dæmi, svo og skápar, kistlar og stólar í Þjóðminjasafninu sýna okkur að skreytilistin hefur jafnan verið samofinn þáttur í hönnun húsa, húsgagna og klæðnaðar á íslandi. Þannig hefur þetta líka verið hjá flestum öðrum þjóðum. Það villir um fyrir mörgum að gamlir munir og klæði hafa upplitast og vegna þessa misskilnings hafa muskulegir litir verið upphafnir. Dýrkun hvíta litarins í nútíma arkitektúr sprettur af álíka misskilningi, því hvítu hofin grísku voru í upphafi alls ekki bara hvítur og nakinn steinninn heldur hefur verið uppgötvað á seinni tímum að þau voru máluð í öllum regnbogans litum. Þriðja dæmið um dauflega litatísku í nútímanum byggist á þeim misskilningi að móbrúnu 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.