Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Blaðsíða 72

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Blaðsíða 72
Guðjón Pálsson, formaður Félags húsgagna- og innréttinga- framleiðenda: Stærð og uppbygging tré- iðnaðarins. Húsgagna- og trjávöruiðnaður er gildur þáttur í íslenskum iðnaði. Af um 17.000 ársverkum í iðnaði alls voru samkvæmt nýjustu upplýsingum um 1.600 ársverk unnin í tréiðnaði eða 9,4% af heildarmannafla í iðnaði. Veltan í þessari iðngrein verður væntanlega um 4 milljarðar á árinu 1987. í opinberum hagskýrslum er tréiðnaðurinn jafnan talinn í einu lagi. Rétt er þó að hafa í huga, að í reynd er um talsvert margvíslegan rekstur að ræða og má skipta iðngreininni í nokkra flokka eftir því hver aðalstarfsemi fyrirtækjanna er. Við húsgagnaframleiðslu, þ.m.t. stálhúsgagnagerð og bólstrun, vinna um 27% þeirra, sem starfa í þessari grein og um 17% eru starfandi hjá fyrirtækjum, sem hafa sérhæft sig í innréttingasmíði. Önnur helstu svið eru framleiðsla glugga, hurða og húseininga og um þriðjungur af mannafla í iðngreininni starfar á almennum trésmíðaverkstæðum við alls kyns sérsmíði. Viðfangsefnin, sem glímt er við í fyrirtækjunum, eru talsvert breytileg eftir því hvers eðlis starfsemin er, bæði með tilliti til markaðar, framleiðslu- og verktækni og stjórnunar almennt. Um 360 rekstraraðilar eru skráðir í tréiðnaði, en þar af eru um 200 aðilar með færri en 2 starfsmenn. Þar af eru um 20 | fyrirtæki sérhæfð í ! húsgagnaframleiðslu og um 25 í ! innréttingasmíði. Erfiðar aðstæður við upphaf fríverslunar. Eftir inngöngu íslands í EFTA og afnám tolla og kvóta á innflutning húsgagna og innréttinga fékk innlendur trjávöruiðnaður gífurlega harða samkeppni erlendis frá. Opinberar tölur um markaðinn j liggja ekki fyrir, en kannanir, sem | Landssamband iðnaðarmanna hefur gert, benda til að hlutur innlendrar framleiðslu í húsgögnum hafi minnkað úr I 70-75% á árinu 1977 niður í um 40% á árinu 1982. Markaðshlutdeild í innréttingum minnkaði einnig verulega, en þó aldrei eins mikið. Þegar minnst varð, ertalið, að innlend markaðshlutdeild í innréttingum hafi verið um 70% og eru þá taldar með bæði staðlaðar og sérsmíðað- ar innréttingar. Undanfarin ár hafa innlendir framleiðendur hins vegar I styrkt stöðu sína og hlutur þeirra á markaðnum vaxið. Hjá flestum stærri fyrirtækjanna var frá upphafi fríverslunar gert verulegt átak í hagræðingu og þróun framleiðslunnar. Má því spyrja, hvort þær aðgerðir hafi verið misheppnaðar eða baráttan e.t.v. vonlaus. Þegar litið er til baka, má vafalaust greina ýmis mistök í aðgerðum framleiðenda, sem læra má af. Afdrifaríkast tel ég þó hafa verið, að fyrstu árin voru allar aðstæður til að aðlagast opnum markaði mjög óhagstæðar. Mikill óstöðugleiki var á verðlagi j og gengi og í efnahagsmálum almennt, en húsgagnamarkaðurinn er einmitt mjög næmur fyrir öllum breytingum á verðlagi og tekjum. Þá var mikil tregða hjá stjórnvöldum að skapa iðnaðinum eðlileg starfsskilyrði til að mæta óheftri samkeppni og ennfremur er vitað, að erlendir keppinautar nutu í ýmsum tilvikum opinberra styrkja, enda átti húsgagnaiðnaður í nágrannalöndunum við erfiðleika að etja á þessum tíma. Uppbyggingarstarf framleið- enda hefur borið árangur. Á undanförnum 3-4 árum hefur verið mjög jákvæð þróun í húsgagnaiðnaðinum. Þennan bata má að hluta rekja til hagstæðari ytri skilyrða, s.s. mikilla framkvæmda og lægri verðbólgu og hagstæðari gengisskráningu. Aðalskýringin er þó sú, að mörg fyrirtæki virðast loks hafa fundið réttu svörin við breyttum markaðsaðstæðum. Sérhæfing hefur aukist og jafnframt hafa fyrirtækin lagt aukna áherslu á vöruþróun, hönnun og markaðsstarf, en áður hafði innri uppbygging fyrirtækjanna verið meira takmörkuð við tæknileg og stjórnunarleg vandamál í framleiðslu. Með þessum aðgerðum hafa íslenskir framleiðeindur náð mjög sterkri stöðu á þeim hlutum markaðarins, þar sem þeir hafa helst sérhæft sig, þ.e. á sviði skrifstofu- og stofnanahúsgagna og svefnherbergishúsgagna. Langflest þeirra fyrirtækja, sem á annað borð hafa komist í gegnum þrengingar undanfarinna ára, eru með mjög frambærilega og samkeppnisfæra vöru. Auk þess er samkeppnisstaða 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.