Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Blaðsíða 65
Dýrmætum húshlutum bjargað
Ein er sú tegund fyrirtækja sem þekkist víða um lönd
en vantar enn á íslandi. Á ensku eru þessi fyrirtæki
nefnd „Building Salvage" og eru nokkurskonar
fornmunaverslanir fyrir byggingahluta. Þegar gömul
hús eru rifin eða breytt fara svona fyrirtæki á stúfana og
fá að bjarga spjaldahurðum, fallegum sprotagluggum,
smíðajárnshliðum og girðingum, baðkerum,
miðstöðvarofnum o.s.frv. Mikið af þessu hefur farið
forgörðum t.d. eins og fallegir gluggar þegar ÍSAGA var
rifið í fyrra. Stundum reka byggðasöfn svona þjónustu
með smámuni eins og hurðalæsingar, hjarir og krækjur
til að aðstoða þá sem eru að gera upp byggingar í
gömlum stíl.
Hlýlegur húsagarður
Myndin sýnir húsagarð frá „Skansinum", en svo
nefnist byggðasafnið í Stokkhólmi. Erfiðlega gengur að
gera svona söfn lifandi -sbr. Árbæjarsafn. Betri lausn
er, ef hægt er, að gera gömul hverfi að lifandi einingu í
borginni. Þetta hefur tekist vel í „Gamla Stan" í
Stokkhólmi þar sem Ijósastaurar, bekkir, innréttingar
búða o.s.frv. er allt í gömlum stíl. Grjótaþorpið eða
Þingholtsstræti og nágrenni þess eru þau svæði þar sem
þetta gæti helst tekist í Reykjavík. Bernhöftstorfan við
Austurstræti myndar húsagarð, sem er nokkuð í líkingu
við húsagarðinn á myndinni.
Parket í anda heilsunnar.
Það má segja að parketbylgjan hafi gengið yfir að
undanförnu hér á landi, sem víðast annars staðar og er
áberandi að yngra fólkið er þar í farabroddi. Það er í
anda heilsuræktar, því hreint loft og þrifnaður fylgir því
oft að hafa hörð efni á gólfum, auk þess sem parket er
náttúrulegt efni. Nú er víða verið að setja parket á gólf
íþróttahúsa, því er talið að náttúruleg fjöðrun parketsins
sé hollari fótum íþróttamanna en punktfjöðrun
gerviefna.
65