Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Blaðsíða 66

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Blaðsíða 66
 E HEILSUSPILLANDI HÚSNÆÐI AF VÖLDUM INNANHÚSSMENGUNAR. LAUSN Á VANDAMÁLI NÚTÍMA ARKITEKTÚR. Það hljómar nánast eins og rökleysa að nútíma húsnæði og vinnustaðir, sem hannaðir eru eftir ströngustu kröfum og til mestra þæginda, skuli vera heiIsuspiIlandi. Það eru ekki lélegar byggingar, raki og Ijósleysi eða vanbúnar innréttingar, sem valda heilsutjóni í dag, heldur öll þau gervi- og eiturefni, sem notuð eru í bygginga- og húsgagnaiðnaði. Auk þess hefur aukin þekking manna á áhrifum umhverfisins á fólk beint augum manna að fleiri þáttum, svo sem almennri vinnulýsingu og myndun rafsegulsviða, sem geta haft verulega slæm áhrif, sérstaklega þegar lagst er til hvílu. Öll þessi atriði geta haft slæm áhrif á líðan fólks, starfsorku og heilsu og eru einu nafni nefnd innanhússmengun. Ýmsa kvilla og sjúkdómseinkenni svo sem stress, slen, augnþreyta, höfuðverkur, truflanir á hormónastarfsemi og jafnvel alvarlegri sjúkdóma eins og krabbamein, má í mörgum tilfellum rekja til innanhússmengunar. Framfarir síðustu áratuga, einkum í efnaiðnaði, þóttu geta leyst á auðveldan og ódýran hátt mörg tæknileg vandamál og opnuðu hönnuðum jafnframt nýjar leiðir. Efnaiðnaðurinn varð á skömmum tíma einn helsti framleiðandi að byggingarefnum og hráefnum til húsgagnagerðar. Stöðugt ný efni voru fundin upp og skipta þau þúsundum á ári hverju. Mörg þeirra efna, sem nú eru notuð, eru á meðal hættulegustu eiturefna, sem fundin hafa verið upp. Sífellt fléiri eru þeirrar skoðunar, að þessi efni skuli ekki leyfa í byggingariðnaði, eða til þess að innrétta híbýli manna og vinnustaði. Ekki síst vegna þess, að þau eru talin óþörf og mörg önnur hættulaus efni geta komið í þeirra stað. Vel þekkt dæmi er baráttan gegn asbesti. Þá héldu margir hæfir menn að ekkert gæti komið í þess stað, en raunin var önnur. Svipað er að gerast í dag í deilunni um yfirborðsefni eins og málningu, lökk, fúavarnarefni og lím eða formaldehýðmengun úr spónaplötum. Reynt hefur verið að setja staðla um hámarksnotkun hættulegra efna en slíkt hefur reynst ákaflega erfitt. í fyrsta lagi eru mjög skiptar skoðanir um hver leyfileg mörk skuli vera og í öðru lagi eru aðstæðurnar inn á rannsóknarstofunum, þar sem leyfilegt hámark eiturefna er mælt, allt aðrar heldur en fyrir utan þær. Á síðustu árum hafa opinberir aðilar hafið herferð gegn innanhússmengun og hafa sameinuðuþjóðirnar heimilað ríkisstjórnum að nota merki sitt, bláa engilinn, til þess að auðkenna þær vörur, sem innihalda ekki lengur hættulegustu efnin. Þetta framtak ásamt auknum kröfum neytenda um mengunarlaus híbýli og vinnustaði, hafa valdið straumhvörfum síðustu árin. Krafa um gæði er nú órjúfanlega tengd kröfunni um byggingarefni eða innréttingar sem ekki valda innanhússmengun. Framboðið á slíkum vörum fer líka stöðugt vaxandi. Á íslandi er ein byggingavöruverslun, Natura Casa Nýbýlavegi 20 í Kópavogi, sem sérhæfir sig í framboði á eiturefnalausum vörum. Natura Casa mun á næstunni hefja dreifingu á þessum vörum til verslana um land allt. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.