Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 33
L engi hefur verið tekist á um
kjör sjómanna og deiluefn-
in verið margvísleg, þar á
meðal með hvaða hætti sjómenn
eigi að fá greidd laun. Laun ís-
lenskra sjómanna hafa lengst af
byggst á svokölluðu hlutaskipta-
kerfi. Hlutaskiptin eru samning-
ur á milli sjómanna og útgerðar
og byggist á því að sjómenn fái
ákveðna hlutdeild í aflaverð-
mætinu.
Hluturinn er breytilegur eftir
tegund afla og stærðar eða tegund-
ar skipsins. Tekjur sjómanna og
útgerða haldast í hendur; ef veiðin
er mikil og gott verð fæst fyrir
fiskinn hækka laun sjómanna en
lækka að sama skapi ef illa gengur
og fiskverð lækkar. Skiptaverðmæti
getur aldrei farið yfir 80 prósent né
undir 70 prósent. Tekið er mið af
því hvort heimsmarkaðsverð á olíu
hækkar eða lækkar. Sjómenn eru
eina starfsstéttin á Íslandi sem fær
laun sín greidd með þessum hætti.
Saga hlutaskiptanna
Hugmyndin um hlutaskipti hefur
verið þekkt í íslenskum sjávarút-
vegi um aldir. Fyrst er getið um
aflaskipti í Fóstbræðrasögu, sem
er talin vera rituð á 13. öld. Þar
kemur fram að hluturinn skiptist í
fjóra staði – einn fór til fiskimanns,
annar fyrir skip, þriðji fyrir öngul
og sá fjórði fyrir vað. Auk þess voru
þekktir hásetahlutur og formanns-
hlutur ásamt skipshlut, veiðar-
færahlut og beituhlut. Aflaskipti
voru mismunandi á milli verstöðva
og launakjör sjómanna því ólík eft-
ir landsfjórðungum. Í Vestmanna-
eyjum voru skiptin ólík því sem
tíðkaðist annars staðar á landinu,
þar var lengi eingöngu konungsút-
gerð á vetrarvertíð. Í flestum lands-
hlutum fóru skiptin fram á skipti-
fjöru og formaður sá oftast um
skiptin. Skipt var í köst eða hluti og
skipt var eftir ákveðnum skipta-
reglum, sem voru mismunandi eftir
landshlutum.
Sjómenn ein starfsstétta á Íslandi
með hlutaskiptafyrirkomulag
• Hlutaskipti við útreikning á kjörum sjómanna hafa
verið þekkt í íslenskum sjávarútvegi um aldir • Fyrsti
vísir að greiðslu fastra launa til sjómanna kom í kring-
um aldamótin 1800 • Erfiðlega hefur gengið að semja
um kaup og kjör síðustu áratugi
33 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð J ú N Í 2 0 2 3
hfj.is/sjomannadagur
Sjá dagskrá:
Við fögnum Sjómannadegi með hátíðarhöldum á höfninni sem Hafnarfjörður er
kenndur við. Skemmtidagskrá við Flensborgarhöfn, fiskasýning á Háabakka,
björgunarleiktæki, kappróður, handverk og hönnun, vinalegir veitingastaðir og kósí
kaffihús í hjarta Hafnarfjarðar. Gleðilegan Sjómannadag!
Sjómannadagurinn
4. júní í Hafnarfirði
Nokkrir sjómenn við hafnargarðinn í Reykjavík á sjómannadaginn 1959. Mynd/úr safni sjóMannadagsrÁðs