Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 48

Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 48
48 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð J ú N Í 2 0 2 3 eina flokkahappdrættið hérlendis þar sem dregið er vikulega árið um kring. Í hverjum mánuði eru dregnar út um og yfir 100 milljónir á um fimm þúsund miða. „Það er mjög hörð samkeppni á happ- drættismarkaðnum. Þess vegna létum við ekki staðar numið við fjölgun útdrátta heldur innleidd- um beina útsendingu útdrátta í Ríkissjónvarpinu árið 2000. Árið 2004 fluttum við til landsins glæsilegan Chevrolet Bel Air ár- gerð 1954, sem var aðalvinning- ur það ár í tilefni 50 ára afmælis happdrættisins. Síðan bættum við um betur 2005 með nýjum lúx- usbílum og ekki bara það, heldur voru bílarnir með fullt skottið af peningaseðlum fyrir vinning á tvöfalda miða og var peningaupp- hæðin samsvarandi virði bílanna frá viðkomandi umboðum. Þetta sló algerlega í gegn og salan jókst verulega næstu árin,“ segir Sig- urður, sem nú hefur látið formlega af störfum og er tekinn til við ný verkefni utan vinnumarkaðar. „Nú ætla ég bara að slaka á með fjölskyldunni – ætli ég byrji ekki á því að breyta bílskúrnum heima aftur í bílskúr, en hann hefur ver- ið geymsla allt of lengi. Nú get ég farið að þrífa og bóna í rólegheit- um óháður veðri og vindum,“ segir Sigurður og brosir. Hlakkar til nýrra og spennandi verkefna Valgeir Elíasson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri Happdrættis DAS, þekkir vel til verkefna þess sem deildarstjóri bókhalds- og launa- deildar Hrafnistuheimilanna undanfarin ár, þar sem tekjur frá happdrættinu eru mikilvægar í bókhaldinu. Valgeir er viðskipta- fræðingur að mennt með M.a.cc. gráðu frá Háskóla Íslands, en hann hefur starfað hjá Hrafnistu undanfarin ellefu ár. Fyrsta verk- efni hans sem starfsmaður happ- drættisins er að innleiða alveg nýtt og fullkomið tölvukerfi sem uppfyllir alla ítrustu öryggisstaðla með tilliti til persónuverndar. „Fráfarandi kerfi rekur uppruna sinn til ársins 2006, þegar nýtt kerfi leysti af hólmi fyrsta kerfi happdrættisins sem vistað var hjá Raunvísindastofnun Háskóla íslands. Frá þeim tíma hafa verið nokkrar uppfærslur á núverandi kerfi, en nýja kerfið tekur mið af ströngustu öryggiskröfum sem settar eru í dag um leið og það felur í sér betri þjónustu við miða- eigendur og aukið öryggi í rekstri happdrættisins,“ segir Valgeir. Enn fremur getur hann þess að ný og uppfærð heimasíða happdrætt- isins taki einnig mið af nýjum ör- yggiskröfum þar sem miðaeigend- ur geta m.a. skráð sig inn á „Mínar síður“ þar sem þeir geta breytt áskriftum sínum, bætt við miða- númerum og svo framvegis. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur á sí- kvikum happdrættismarkaðnum, þar sem samkeppnin er afar hörð, að vera alltaf vakandi fyrir öllum nýjungum sem horfa til framfara og bættrar og enn öruggari þjón- ustu við viðskiptavini,“ segir Val- geir, nýráðinn framkvæmdastjóri DAS, sem horfir spenntur til nýrra og spennandi verkefna hjá happ- drættinu með áframhaldandi vöruþróun og spennandi vinning- um, sem verið hefur aðalsmerki DAS frá upphafi. Vinningslíkurnar mestar í Happdrætti Hjá DAS Á yfirstandandi happdrættisári DAS, sem hófst 1. maí, er heildar- fjárhæð vinninga 1.461.200.000 krónur, en alls verður dregið um 80 þúsund miðanúmer á happ- drættisárinu. Hjá DAS eru vinn- ingslíkurnar mestar, enda er dreg- ið í hverri einustu viku árið um kring. Mánaðargjaldið í DAS er að- eins 1.900 krónur á einfaldan miða og 3.800 á mánuði fyrir tvöfaldan miða. Kostar því hver útdráttur að- eins 475 krónur. » - bv Happdrætti DAS n Hér að neðan má sjá valdar myndir úr sögu happdrættis DAS þar sem í vinninga í gegnum söguna hafa, auk íbúða og húsa, verið nýir bílar, mótorhjól og reiðufé. nýja kerfið tekur mið af ströngustu öryggis- kröfum sem settar eru í dag um leið og það felur í sér betri þjónustu við miðaeigendur og aukið öryggi í rekstri happdrættisins. — Valgeir Elíasson Danfoss hf óskar sjómönnum innilega til hamingju með daginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.