Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 44

Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 44
44 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 3 Á síðustu 34 árum hefur Hampiðjan framleitt og selt yfir þúsund Gloríur til útgerða í 28 löndum. atriða. Þá verður aftur boðið upp á tvo dagskrárliði sem nutu óvænt mikilla vinsælda í fyrra: klifur- vegginn sem slútir yfir sjóinn sem og siglingu með varðskipi Land- helgisgæslunnar. Elísabet segir að aðsóknin í siglingu hafi verið slík í fyrra að ákveðið hafi verið að hafa enn fleiri ferðir í ár þannig að sem flest geti kynnst þessum mikil- væga tækjakosti. Nánari upplýsingar um hátíðar- dagskrána má nálgast hér í blað- inu og segist Elísabet vona að sem flest sjái sér fært að taka þátt og fagna sjómannadeginum saman. „Það væri óskandi að við fengjum aftur jafn gott veður og í fyrra en við vonum að fólk láti ekki veðrið á sig fá. Það væri enda í anda sjó- manna að fara niður á höfn í brjál- uðu veðri,“ segir Elísabet og hlær. »- sój Tækifæri til að fagna framförum n Þrátt fyrir að sífellt minnkandi hluti þjóðar- innar starfi við sjávarútveg segir Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs, að enn sé fullt tilefni til að fagna sjómannadeginum. Sjávarút- vegur sé enn gríðarlega mikilvægur atvinnuveg- ur, ein af þremur stoðum íslensks efnahags, og að hann standi enn styrkum stoðum þrátt fyrir margvísleg efnahagsleg áföll á undanförnum ára- tugum. „Við stöndum framarlega á heimsvísu á þessu sviði og við eigum að vera óhrædd að tala um það. Við erum ofboðslega góð í sjómennsku,“ segir Aríel. Vísar hann þar meðal annars til allrar þeirrar nýsköpunar sem á sér stað í íslenskum sjávarútvegi; hvort sem það er í veiðiaðferðum, vinnslu, meðhöndlun eða frystingu. „Þessi ný- sköpun er orðin útflutningsvara í sjálfu sér, rétt eins og afurðirnar,“ segir Aríel. Þrátt fyrir að hefðirnar séu í fyrirrúmi á sjómannadaginn er dagurinn jafnframt kjörið tækifæri fyrir fólk til að kynnast öllum þessum nýju og spennandi öngum sjávarútvegarins. Ef það er einhver einn lærdómur sem við getum dregið af hátíðinni í fyrra þá er það að huga betur að umferðinni út af grandanum. Það myndaðist smá teppa þegar mannfjöldinn yfirgaf svæðið eftir hátíðina. Aríel Pétursson er formaður Sjómannadagsráðs. Mynd/Hreinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.