Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 46
46 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 3
Happdrætti DAS sneri
vörn í sókn eftir ágjöf í
kjölfar þess að Lottóið hóf
göngu sína • Nýafstaðin eru
framkvæmdastjóraskipti
hjá happdrættinu • Happ-
drættið hefur skilað miða-
eigendum 30 milljörðum
króna að núvirði í vinninga
T ímamót urðu hjá Happ-
drætti DAS í maí þegar
Valgeir Elíasson viðskipta-
fræðingur tók formlega við starfi
framkvæmdastjóra happdrættis-
ins af fráfarandi forstjóra, Sigurði
Ágústi Sigurðssyni, sem gegndi
starfinu í hartnær 33 ár, frá árinu
1990. Ráðning Sigurðar, sem verið
hafði yfirbókari Hrafnistu í tvö ár
þegar hann var ráðinn, markaði
einnig tímamót og voru mikilvæg.
Komið hafði til tals í stjórn Sjó-
mannadagsráðs, eiganda þess, að
leggja reksturinn niður, svo erfið-
ur var hann orðinn eftir að Lottóið
hóf innreið sína á markaðinn 1986.
Sigurður sneri vörn í sókn, enda
kappsmaður mikill og fyrrver-
andi handboltakempa, og í dag
blómstrar happdrættið sem aldrei
fyrr. Segir Sigurður að í raun sé nú
staða þess á markaðnum svipuð
og forðum daga í kjölfar stofn-
unar þess árið 1954, svo mikilla
vinsælda njóti happdrættið meðal
almennings. Munurinn sé þó sá
að nú séu í umferð áttatíu þúsund
miðar í eigu landsmanna um allt
land og í Færeyjum, en voru að-
eins 35 þúsund á fyrstu árunum.
Vöxturinn verður ekki aðeins rak-
inn til fólksfjölgunar heldur ekki
síður til sífelldrar vöruþróunar
og nýjunga undir stjórn Sigurð-
ar undanfarna áratugi sem leitt
hafa til stóraukins áhuga á að eiga
ávallt miða í Happdrætti DAS.
Sjómannadagsráð
sterkur bakhjarl
„Staðan var orðin mjög erfið þegar
ég kom að verki, búið að segja upp
öllu starfsfólki. Ég þurfti eigin-
lega að byrja frá grunni og ráða
nýjan mannskap, enda er svona
rekstur aldrei eins manns verk. En
ég var staðráðinn í að snúa vörn í
sókn og þegar ég lít til baka hefur
stjórn Sjómannadagsráðs staðið
við bakið á mér í öllum tillögum
sem ég hef borið fram í viðleitni til
að viðhalda og auka áhuga miða-
eigenda og raunar landsmanna
allra á happdrættinu með alls kon-
ar nýbreytni á sviði happdrættis-
vinninga. Slíkt er ekki sjálfgefið,“
segir Sigurður Ágúst.
Spennandi vinningar í boði
Og það má segja að ekki hafi skort
á hugmyndaauðgi forstjórans,
þar sem glæsilegar bifreiðar voru
m.a. í aðalvinning í mörg ár, sem
vöktu mikla lukku. Slíkt vöru-
happdrætti á sér þó fyrirmynd
frá upphafsárum happdrættis-
ins, þegar hér var enn ríkjandi
bændamenning og gjaldeyrishöft
og má því segja að ekki hafi kom-
ið annað til greina en fjölbreyttir
vöruvinningar á borð við dráttar-
vélar, báta og jafnvel verðlauna-
hesta með öllum reiðtygjum og
fleira til að höfða til íbúa í sveit-
um landsins. Fyrir höfuðborgar-
búana heilluðu fremur glæsilegar
íbúðir, í senn einbýli, blokkar-
íbúðir og raðhús en til að mynda
úthlutaði DAS alls tuttugu og
fimm einbýlishúsum á þeim tíma
sem vöruhappdrættið var við lýði
auk annarra tegunda íbúðarhús-
næðis. Blés Sigurður nýju lífi í þá
fjölbreytni sem var á fyrstu árun-
um auk nýrra leiða til að hreppa
vinning í DAS.
„Við fluttum inn fjölda glæsi-
legra bifreiða sem stórjók söluna
hjá okkur; byrjuðum á kaupum á
glæsilegum fornbíl frá Bandaríkj-
unum Chevrolet Bel Air, í tilefni
50 ára afmælis DAS, sem var auk
þess með 700 þúsund krónur í
skottinu á tvöfaldan miða og svo
komu fleiri bílar í kjölfarið; lúx-
usbílar á borð við Mercedes-Benz,
Lexus, Hummer, Audi og Mustang
sem einnig var með andvirði bíls-
ins í skottinu, heilar þrjár milljónir
króna á tvöfaldan miða vinnings-
hafans. Einnig mætti nefna glæsi-
legt mótorhjól af stærri gerðinni,
sem einnig var meðal glæsilegra
vinninga á þessu tímabili svo
nokkuð sé nefnt.“
Mikilvægur bakhjarl Hrafnistu
Happdrætti DAS hefur frá upp-
hafi verið mikilvægasti bakhjarl
Hrafnistuheimilanna við Brúna-
veg í Reykjavík og Hraunvang
í Hafnarfirði við fjármögnun
uppbyggingar og hin síðari ár við
viðhald á húsnæði Hrafnistuheim-
ilanna tveggja, sem eru að fullu
í eigu Sjómannadagsráðs. Að nú-
virði hefur Happdrætti DAS skilað
eiganda sínum um níu milljörðum
króna frá upphafi, þar af fimm
frá árinu 1990, sem varið hefur
verið til uppbyggingar á Hrafn-
istu utan eins milljarðs króna sem
happdrættið greiddi á grundvelli
lagasetningar Alþingis þess efnis
að happdrættið skyldi greiða 40%
af hagnaði til Byggingarsjóðs aldr-
aðra [nú Framkvæmdasjóður aldr-
aðra] á árabilinu frá 1963 til 1987.
Árangurinn fyrst og fremst
miðaeigendum að þakka
Þegar kemur að skilum til miða-
eigenda í DAS er er um mun hærri
upphæð að ræða, eða alls þrjátíu
milljarða króna að núvirði. „Því
má ekki gleyma að þennan góða
árangur er fyrst og fremst að
þakka velvild og hugsjón lands-
manna sem kaupa og eiga happ-
drættismiða í DAS. Fyrir utan von
um góðan vinning, sem nóg er af
hjá DAS, enda drögum við viku-
lega allt árið um kring, held ég að
þátttakan sé ekki síst knúin áfram
af ríkri hugsjón og skilningi lands-
manna á nauðsyn þess að leggja
sitt af mörkum í þágu aldraðra.
Annars værum við ekki hér. Þús-
undir landsmanna víða um land
eiga miða í Happdrætti DAS og
það gleðilega er að nú hin síðari
ár hefur margt ungt fólk verið að
bætast í hópinn,“ segir Sigurður.
Útibú DAS í Færeyjum
Færeyingar eru líka fjölmennur
hópur miðakaupenda og hefur svo
verið allt frá árinu 1994. „Okkur
þykir afar vænt um stuðning
Færeyinga við happdrættið og
þar með Hrafnistu. Á móti greið-
um við hlutdeild af hagnaði til
uppbyggingar á sviði íþrótta- og
æskulýðsmála þar í landi en
Happdrætti DAS er hið eina hér
á landi sem starfar einnig utan
landsteinanna og aflar þar með
mikilvægs erlends gjaldeyris til
þjóðarbúsins.“
Breyttir og enn spennandi tímar
Árið 1995 hóf happdrættið sölu á
svokölluðum tvöföldum miða, þar
sem tilgreindur aðalvinningur
tvöfaldaðist að verðmæti þegar
vinningurinn kom á númer mið-
ans. Fjórum árum síðar var svo
ákveðið að fjölga árlegum útdrátt-
um í 48 og svo í 52 ári síðar. Hvort
tveggja féll í góðan jarðveg meðal
landsmanna. Happdrætti DAS er
Nýr kafli er að hefjast
í sögu Happdrættis DAS
Staðan var orðin mjög erf-
ið þegar ég kom að verki,
búið að segja upp öllu
starfsfólki. Ég þurfti eig-
inlega að byrja frá grunni
og ráða nýjan mannskap,
enda er svona rekstur
aldrei eins manns verk.
— Sigurður Ágúst Sigurðsson
Valgeir Elíasson viðskiptafræðingur tók í maí síðastliðnum formlega við starfi framkvæmdastjóra Happdrættis DAS
af Sigurði Ágústi Sigurðssyni. Mynd/Hreinn Magnússon