Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 10

Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 10
H inn 14. desember árið áður hafði fyrsti skut- togari landsmanna (samkvæmt strangri skilgrein- ingu) komið til Norðfjarðar, en það var Barði NK 120 í eigu Síldarvinnslunnar, sem smíð- aður var í Frakklandi árið 1966. Í janúar 1971 hófst ný skutt- ogaravæðing með upphafi samn- ingaviðræðna við Japani um smíði tíu skuttogara þar í landi, sem allir voru afhentir á árinu 1973. Í kjölfarið var samið um smíði sex togara á Spáni og fimm í Póllandi og komu þeir síðustu í þeirri lotu til landsins árið 1977 þegar Klakkur VE-103 sigldi til hafnar í Vestmannaeyjum. Í upphafi árs 1979 áttu Íslendingar orðið hvorki fleiri né færri en 79 skuttogara og hafði íslenski sjávarútvegurinn tekið miklum stakkaskiptum á tæpum áratug. Smíði skuttogar- anna í Japan markaði á margan hátt þáttaskil þar í landi. Þetta var í fyrsta og eina sinn sem Japan- ir smíðuðu togara fyrir Evrópu- markað. Að þessu sinni tóku Íslendingar af skarið, þrátt fyrir góða reynslu af smíði Spánverja og Pólverja, og tóku tilboði Japana sem staðráðnir voru í að ná ver- kefninu. Höfðu þeir þó alls enga reynslu af smíði fiskiskipa ætlaðra til veiða í erfiðu N-Atlantshafinu þar sem öldulengd er jafnan á bilinu 80 til 90 metrar en um 500 metrar í höfunum sem Japanir lifa og hrærast í. Svo mikill var metnaður japönsku skipasmíða- stöðvanna, og í raun stjórnvalda, að aðeins þrjú ár liðu frá upphafi samningaviðræðna þar til fyrsti togarinn var afhentur á gaml- ársdag 1972. Ber öll- um saman um að afrek hafi verið unnin þar sem Jap- anir skiluðu af sér gæðasmíði og vel hönnuðum skipum sem mörg hver eru enn við veiðar fimmtíu árum síðar. Sex Japanstogar- anna voru smíðaðir í Narazaki Zosen K.K. skipasmíðastöðinni í Muroran á eyjunni Hokkaido og fjórir á Niigata. Aðeins einn togaranna hefur verið rifinn. Togararnir tíu eru þessir: 1. Vestmannaey VE-54 kom fyrst til landsins og sigldi inn í Hafnarfjarðarhöfn 19. febrúar 1973 eftir 49 sólarhringa og 13.500 sjómílna siglingu frá Japan með viðkomu í höfn á Hawaii, Panama og Bermuda. Vegna eldsumbrotanna í Vest- mannaeyjum var skipið fyrst um sinn gert út frá Hafnarfirði. Árið 2006 var skipið selt til Argent- ínu og heitir nú Argenova. 2. Páll Pálsson ÍS-102 kom til Ísafjarðar 20. febrúar 1973. Heimahöfn var Hnífsdalur. Árið 2017 var hann seldur til Eyja sem Sindri VE-60 og vet- urinn 2019 úr landi. Heitir í dag Campelo 2 í Angóla. 3. Bjartur NK-121 kom til Neskaupstaðar 2. mars 1973. Seldur til Íran 2016 og heitir nú Artur með heimahöfn í Bushehr. 4. Brettingur NS-50 kom til heimahafnar í Vopnafirði 28. mars 1973. Var seldur til Hull 2007. Kom aftur 2010 og fékk nafnið Brettingur KE-50. Fór af landinu sem Brettingur RE-508. Heitir í dag Azar Dar- ya með heimahöfn í Bandar Abbas í Íran. 5. Rauðinúpur ÞH 160 kom til heimahafnar á Raufarhöfn 5. apríl 1973. Var seldur úr landi vorið 1997. Heitir í dag Vulkanny með heimahöfn í Nevelsk í Rússlandi. 6. Drangey-SK 1 sigldi inn Skagafjörð til hafnar á Sauðárkróki 5. maí 1973. Fór af landinu sem Sól- bakur EA-307 til Færeyja þar sem hann hét Kappin VA-386 í Miðvági. Er í dag gerður út frá Murmansk í Rússlandi. 7. Ólafur Bekkur ÓF-2, annar Japanstogaranna tveggja sem enn eru í rekstri hér á landi, kom til heimahafn- ar á Ólafsfirði 8. maí 1973. Skipið hefur alla tíð verið gert út af sömu eigend- um á Tröllaskaga. Heitir í dag Múlaberg SI-22 með heimahöfn á Siglufirði. 8. Hvalbakur SU-300 kom um miðjan maí 1973. Fór af landinu sem Jón Vídalín VE- 82. Er í dag í Kína og heitir Taiko Maru. 9. Ljósafell SU-70 kom til heimahafnar á Fáskrúðsfirði 31. maí 1973 og er enn í notk- un þar hjá Loðnuvinnslunni, arftaka Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar sem keypti skipið upphaflega. 10. Arnar HU-1 kom til Skaga- strandar 15. október 1973. Hét Hríseyjan EA-410 þegar hann var seldur frá landinu 2004. Fór í brotajárn 2016. Japanstogararnir eru mikil og góð sjóskip sem enst hafa vel Fyrsta og eina sinn sem skip á Evrópumarkað hafa verið smíðuð í Japan 10 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð J ú N Í 2 0 2 3 Hér má sjá Múlaberg SI-22, sem áður hét Ólafur Bekkur ÓF-2, í Siglufjarðarhöfn. Skipið er annar tveggja Japanstogara sem enn eru í rekstri hér á landi. Mynd/Björn ValdiMarsson Smíði skuttogaranna í Japan markaði á margan hátt þáttaskil þar í landi. Þetta var í fyrsta og eina sinn sem Japanir smíðuðu togara fyrir Evrópumarkað. Ein þriggja umfangsmikilla skuttogara- væðinga sjávarútvegsfyrirtækja hér á landi hófst í ársbyrjun 1971 þegar samningaviðræður voru hafnar á vegum stjórnvalda við Japani um raðsmíði tíu 490 tonna skuttogara fyrir íslenskar útgerðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.