Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 18

Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 18
hann á að öryggismál sjómanna hafi alltaf verið eitt af höfuðmál- um sjómannadagsins. Framfaraskref á Íslandi „Þó mikið hafi áunnizt, sýna þeir tíðu sjóskaðar, sem orðið hafa á fyrstu mánuðum þessa árs, að ekki má slaka á. Hér verður að leita orsakanna og taka á málun- um með festu. Til að svo megi verða, þurfa allir að taka höndum saman og þar mega sjómenn ekki láta sitt eftir liggja,“ skrifar Páll, en blessunarlega hefur gríðarmik- ið áunnist í þessum efnum síðustu ár og alvarleg slys á sjó eru nú fá- tíð miðað við það sem áður var. Páll nefnir eitt mesta fram- faraskref þess tíma, sem var tilkoma gúmbjörgunarbáta. „Ís- lendingar munu hafa verið með þeim allra fyrstu, sem viður- kenndu gúmbjörgunarbáta til notkunar á skipum og síðan fyrirskipuðu notkun þeirra,“ segir hann og hvetur sjómenn um leið til að huga vel að frágangi þessara báta og að þannig sé búið um hnúta að losa megi þá með einu handtaki. Þá fagnar hann ábendingum og umræðu um sjálf- virkan sendibúnað og baujur sem sendi neyðarkall þegar þær lenda í sjó eða skip hefur sokkið. Um leið hvetur hann til þess að einnig verði gætt að endurbótum og viðhaldi skipa, því sá þáttur vegi einna þyngst í að tryggja að farkostur og áhöfn skili sér heill til hafnar. Um leið talar hann um mikilvægi reynslu skipstjórnar- manna. „Við athugun sjóslysa síð- ustu 15 árin, er það áberandi, séu skipstaparnir skoðaðir sérstak- lega, hvað oft hafa verið við stjórn reynslulitlir menn, í mörgum til- fellum hefur skipstjórinn verið á fyrsta ári í starfi.“ Þeir sem áhuga hafa á að glugga í fyrri tölublöð Sjómannadags- blaðsins geta nálgast þau á netinu, bæði á vef Sjómannadagsráðs og svo á vefnum Timarit.is. » - óká 18 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð J ú N Í 2 0 2 3 Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á sjómannadaginn ÍSLANDS SJ Ó MANNAFÉLAG 10 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 7 þróun segir Gunnar að hafi verið viðvarandi síðustu 10 til 15 ár. Breytingar á vinnuaðstæðum sjómanna síðustu ár segir Gunnar hins vegar mismunandi eftir skip- um. Á vinnsluskipum hafi dregið mjög úr því að menn séu að burð- ast með pönnur og kassa því nú séu færibönd, stigabönd og annað sem færi fiskinn upp í hendurn- ar á mönnum. „Menn þurfa því lítið að vera að teygja sig og færa sig eftir fiski.“ Þá séu komin betri kerfi varðandi hífingar. „Áður voru menn bara með bómuna, en núna eru betri græjur við að hífa og slaka. Og svo eru náttúrulega komnar vélar eins og til dæm- is beitningavélar sem vinna um leið og línan er lögð. Þannig að það er alls konar ný tækni komin í vinnuna um borð sem líka hef- ur dregið úr slysahættu. Það eru margir hlutir, smáir og stórir sem gert hafa hlutina betri.“ Það sem helst teljist til nýbreytni núna segir Gunnar að útgerðarfyr- irtækin hafi verið að ráða til sín ör- yggisstjóra. „Þeir eru með fókusinn á öryggismál dags daglega og að hjálpa sjómönnum að halda vöku sinni þegar kemur að þessum mál- um, að daglegu eftirliti sé sinnt og að menn haldi öryggisreglur sem þeir hafa sett sér. Og þetta er partur af öryggisstjórnunarkerfi um borð í hverju skipi. Oft er sagt að skip- stjórinn sé sá sem beri ábyrgðina, en öryggisstjórnunarkerfi hjálpar til við að dreifa ábyrgðinni á alla um borð. Enginn er undanskilinn og enginn getur vísað á annan þegar kemur að öryggismálum.“ Engu að síður eru áhöld um hvernig til hefur tekist við að fækka slysum að mati Gunnars. „Þarna tekst á betri skráning og svo hins vegar að menn sýna meiri árvekni og skrá kannski atvik sem ekki voru skráð áður. Það er ekki víst að það hafi alltaf farið á skýr- slu þótt einhver hafi klemmt sig eða skorið á fingri, en ég held að í dag fari það á skýrslu. Svo hefur þetta náttúrlega líka með samn- ingamál sjómanna að gera, en þeir hafa mjög ríkan bótarétt og þar af leiðandi er mjög mikilvægt að allir sinni skráningu mjög vel.“ Gunnar segir klárt mál að núna séu sjómenn sinnugri þegar kemur að öryggismálum og passi betur hver upp á annan en raunin kunni að hafa verið áður. „Ef einhver ætlar sér að ganga of langt þá er einhver annar sem stoppar hann. Menn taka þannig ábyrgð hver á öðrum. Og mér finnst fræðslan og skólastarfið svolítið hafa opnað augu manna fyrir þessu. Hérna áður fyrr var það þannig að menn voru ekkert mikið að skipta sér hver af öðrum. En menn eru mikið opnari með þetta í dag.“ Þessir hlutir gangi líka svolítið í bylgjum því þegar mikill uppgang- ur var í fiskveiðum og sjósókn þá hafi líka verið mikil endurnýjun og oft mikið af nýliðum um borð. „Með kvótakerfinu og fækkun skipa þá minnkar þessi endurnýjun og meira um að vanir sjómenn séu um borð. En sá tími er að einhverju leyti liðinn, en í staðinn erum við með miklu betra fræðslukerfi fyrir nýliða og öll skip með kerfi um hvernig taka skuli á móti nýliðum.“ Þá sé heldur ekki litið svo á að þeir séu einir nýliðar sem séu að fara í fyrsta skipti á sjó, heldur sé litið svo á að maður sé nýliði ef hann er nýr um borð í viðkomandi skipi. Dæmi um áhrif nýliðunar á slys segir Gunnar hægt að lesa úr tilkynningum um slys á upp- gangstímanum rétt fyrir hrun, en þá hafi gengið erfiðlega að manna skip. Þannig megi sjá slysatíðni taka stökk árið 2007. „En eftir 2008 eru bara orðnir vanir menn á sjó. Svo er annað í þessu að smábáta- útgerð jókst eftir að kvótakerfið var sett á.“ Þegar horft er á tölurnar núna allra síðustu ár og um leið með í huga að slysaskráning sé betri þá segist Gunnar fullyrða að hlutirnir færist til betri vegar. „En betur má ef duga skal og það hlýtur að vera markmið okkar að fækka þessu verulega. Við sjáum hver árangur- inn varð við að fækka banaslysum og alvarlegum slysum og þá á al- veg að vera hægt að fækka hinum slysunum verulega. Þar þarf bara að koma að þessari nýju hugsun að allt skipti máli, smátt og stórt. Undanfarin ár hefur líka verið vakning í því að skrá það sem kall- að hefur verið „næstum því slys“, því þar sem verður næstum því slys getur orðið alvöru slys síðar. Menn eru að reyna að fyrirbyggja slysin. Og þegar fleiri fyrirtæki eru búin að ráða sér öryggisstjóra þá held ég að öryggismenningin færist á nýtt og betra stig.“ -óká Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á Sjómannadaginn PORT OF HAFNARFJORDUR SMÍÐAVERK ehf. Íslensk smíðaverks snilli Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík Sími 568 0100 | stolpigamar.is GÁMALEIGA GÁMASALA KÓPAVOGSHAFNIR FROSTI ehf 44 H r a f n i s t u b r é f Eggjabúið Hvammi Gólf oG veGGlist ReyKjAvíK Slys tilkynnt hjá almannatryggingum Ár Slys alls Slys á sjómönnum Hlutfall 1985 1.795 459 25,6% 1986 1.904 503 26,4% 1987 2.177 592 27,2% 1988 2.366 619 26,2% 1989 2.670 631 23,6% 1990 2.874 614 21,4% 1991 3.194 522 16,3% 1992 3.074 511 16,6% 1993 3.303 523 15,8% 1994 2.893 486 16,8% 1995 2.749 459 16,7% 1996 3.010 434 14,4% 1997 3.044 460 15,1% 1998 3.031 378 12,5% 1999 2.991 381 12,7% 2000 3.005 361 12,0% 2001 3.108 344 11,1% 2002 2.401 413 17,2% 2003 2.037 382 18,8% 2004 1.799 309 17,2% 2005 1.782 366 20,5% 2006 1.583 268 16,9% 2007 1.772 425 24,0% 2008 2.160 291 13,5% 2009 1.980 239 12,1% 2010 1.842 279 15,1% 2011 1.934 252 13,0% 2012 2.004 249 12,4% 2013 2.015 230 11,4% 2014 2.157 210 9,7% 2015 2.128 220 10,3% Heimild: Hagstofa Íslands „Áður voru menn bara með bómuna, en núna eru betri græjur við að hífa og slaka.“ VAGNHÖFÐA 12, REYKJAVÍK | S. 567 2800 | mdvelar@mdvelar.is | mdvelar.is Í rammaumfjöllun eru þeir sjómenn taldir upp sem látist höfðu af slysförum frá síðustu útgáfu Sjómannadagsblaðsins. Jóhann Gunnar Ólafsson, höfundur greinarinnar um gosið í Heimaey. Dark Blue CMYK: 100c + 74m + 10y + 40k Pantone: 654 RGB: 0r + 43g + 83b Red CMYK: 0c + 100m + 100y + 0k Pantone: 485 RGB: 206r + 23g + 30b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.