Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 40

Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 40
40 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 3 Birtingarmyndir karlmennskuímyndar sjómanna í árdaga Sjómannadagsblaðsins reyndust vera tvær. Tómas Helgi Svavarsson rannsakaði fyrsta áratug útgáfunn- ar í BA-ritgerð sinni í sagnfræði árið 2021. Hann segir hafa komið skemmtilega á óvart að greina breytingu. F yrir kemur að BA-ritgerð- ir og -verkefni snúa að sjómennsku og útgerð, en sjaldgæfara er að efni slíkra verk- efna snúi beint að efni Sjómanna- dagsblaðsins. Sú er þó raunin um efni BA-ritgerðar Tómasar Helga Svavarssonar við sagnfræðideild Háskóla Íslands, sem hann skilaði inn í janúar 2021. Titill ritgerðar- innar er „Djarfir synir fjalls og fjarðar“, undirtitill „Birtingar- mynd karlmennsku í Sjómanna- dagsblaðinu 1938–1948.“ Í niðurstöðukafla ritgerðarinn- ar kemur fram að megintilgang- ur hennar hafi verið að kanna þá karlmennskuímynd sjómanna sem birtist í Sjómannadagsblað- inu fyrsta áratuginn í útgáfu blaðsins. Fram kemur að í blaðinu hafi verið að finna skýr skilaboð um hvað hafi þótt æskilegt í fari sjómanna, en hugmyndirnar hafi þróast og breyst á tímabilinu, sér í lagi í kringum seinni heimsstyrj- öldina. Dugnaður og fórnfýsi Tómas Helgi komst að því að margir eiginleikar hefðu talist einkar karlmannlegir í gegnum allan rannsóknartíma ritgerðar- innar. „Áhersla var lögð á hug- rekki, dugnað og fórnfýsi alveg í gegn, hvort sem það var við störf á sjónum eða í réttindabar- áttu starfsstéttarinnar,“ segir í ritgerðinni. Hins vegar hafi bæst í flóru eiginleikanna sem taldir voru karlmannlegir. „Í raun má segja að á seinni hluta rannsóknartímans, eftir seinni heimsstyrjöld, hafi verið orðnar til tvær ímyndir hins karlmannlega sjómanns,“ segir í niðurstöðum ritgerðarinnar. „Annars vegar var það sá sem mest rými fékk í fyrstu árgöngum Sjómannadagsblaðsins, þegar sjómenn börðust fyrir aukinni virðingu og réttindum og má lýsa sem hinum hrausta, djarfa og fórn- fúsa sjómanni sem bjó sig til sjós í öllum veðrum og undir hvaða kringumstæðum sem var, án þess að blikna. Hins vegar var það síð- an sjómaðurinn, sem lét sig pólit- ísk málefni varða og var boðberi menningar hér á landi. Sá beitti sér fyrir málefnum sjómanna og var öðrum sjómönnum og þegnum fyrirmynd. Þessi karlmennskuí- mynd birtist þó í raun ekki í Sjó- mannadagsblaðinu fyrr en undir lok heimsstyrjaldarinnar.“ Þrengdi sjónarhornið Þegar Tómas Helgi er inntur eftir því hvað orðið hafi til þess að hann valdi sér þetta ritgerðarefni segist hann lengi hafa burðast með hugmyndir um að gera eitt- hvað með karlmennsku, en hafa ekki verið viss um hvaða útgangs- punkt hann ætti að velja í nálgun sinni. Hann hafi því leitað ráða hjá leiðbeinanda sínum við ritgerðar- smíðin, Erlu Huldu Halldórsdóttur, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. „Ég var byrjaður að hallast að því að fjalla um karlmennsku meðal sjómanna og hún stakk upp á því að þrengja sjónarhorn- ið svo að ritgerðin yrði ekki of viðamikil,“ segir hann. Erla Hulda lagði til Sjómannadagsblaðið sem Tómas gluggaði í og afréð að skoða breytingar á fyrstu árum útgáf- unnar „frá upphafi útgáfunnar og fyrsta áratuginn“. En af hverju þetta tímabil? „Þar kemur einna helst til að mér fannst blaðið taka mestu breytingunum á þessum áratug. Og þessi karlmennskuímynd sem ég var að skoða fannst mér einmitt breytast á þessum tíu árum og gaman að hafa það í ritgerðinni.“ Segist landkrabbi sjálfur Tómas Helgi segist ekki hafa nálg- ast verkið með neinar fyrirfram- gefnar hugmyndir um að breyting yrði. „En ég fór kannski inn í þetta Breyting varð á karlmennskuímynd sjómanna í raun má segja að á seinni hluta rannsóknartímans, eftir seinni heimsstyrjöld, hafi verið orðnar til tvær ímyndir hins karlmannlega sjómanns. Tómas Helgi Svavarsson er ættaður að vestan og af sjómönnum kominn. Hann segir það kannski hafa orðið til þess að hann valdi karlmennsku- ímynd sjómanna til umfjöllunar í BA-ritgerð. Mynd/Hreinn Magnússon Skrifin í Skemmunni n Áhugasamir um efnið geta fundið ritgerð Tómasar Helga Svavarssonar í Skemmunni, raf- rænu varðveislusafni Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Háskólans á Hólum, Háskólans í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landsbókasafns Íslands – Há- skólabókasafns og Listaháskóla Íslands. Bein slóð á ritgerðina er: http://hdl.handle.net/1946/37435
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.