Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 6

Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 6
6 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 3 S iguróli ólst upp á Húsavík en flutti til Reykjavíkur árið 1998 til þess að hefja nám við Vélskóla Íslands. Hann hafði aldrei farið á sjó þegar hann tók ákvörðunina. Fyrsta túrinn fór hann árið 2000 á uppveiðiskip- inu Antares í Vestmannaeyjum og líkaði vel. „Það átti strax vel við mig, ég varð ekkert sjóveikur og hef aldrei orðið sjóveikur síðan. Vinnan var skemmtileg, áhöfnin góð og þetta var mikið ævintýri.“ Hann segir nótaveiðar sérstaklega spennandi veiðiskap. „Þegar þú kastar nótinni getur hún verið tóm eða það geta verið þúsund tonn og skipið er fullt í einu kasti.“ Þrátt fyrir reynsluleysið á fyrsta túrnum segist Siguróli aldrei hafa upplifað neina hræðslu en að þetta hafi verið ólíkt öllu sem hann hafi gert áður. „Það var svo- lítið óvenjulegt að vera kominn út á sjó og vera hættur að sjá til lands. Þá velti ég því fyrir mér hvað ég væri kominn út í, en það þýðir ekkert að hætta við. En ég var með góða karla þarna sem kenndu mér allt og mér var vel tekið. Það var mikið spilað á spil, það var auðvit- að ekkert internet þarna. Svo eru Eyjamenn einstakir með það, þeir eru byrjaðir að skipuleggja Þjóð- hátíð í júní þannig að það voru bara Þjóðhátíðarlög spiluð allt sumarið,“ segir hann og hlær. Skortur á vélstjórum fyrirsjáanlegur Þegar náminu lauk árið 2002 fór Siguróli aftur heim til Húsavíkur á frystitogarann Geira Pétursson á rækjuveiðar. Á þeim tíma var lítið að veiðast af rækju og tími rækju- veiða að líða undir lok á Íslandi. „Ég horfði svolítið á þetta sem tækifæri til þess safna tímum til að fá réttindi á stærri skip og stærri vélar. Þá voru kannski þrír vélstjórar um borð og maður byrjaði sem annar vélstjóri. Nú er þetta þannig að það er eiginlega hvergi annar vélstjóri, nema á frystitogurum. Það eru alls stað- ar bara tveir vélstjórar og miklu erfiðara að komast að í dag, þetta er vandamál sem á eftir að verða mjög stórt eftir svona fimm ár. Þeir komast hvergi að. Geta hvergi byrjað að safna sér tímum og ná réttindum.“ Eitthvað við það að vera úti á sjó Eftir dvölina á Húsavík fór Siguróli til Fisk á gamlan ísfisktogara og Siguróli Sigurðsson er yfir- vélstjóri á togaranum Akur- ey AK-10 og hefur verið meira og minna á sjó síð- an hann fór fyrsta túrinn sinn fyrir 23 árum. Hann hefur sankað að sér víð- tækri reynslu og starfað á mörgum tegundum skipa. Hann segir það besta við sjómennsku vera fríin en að sjávarloftið sé engu líkt. Hann segir hvalveiðar ólíkar hefðbundnum veiðum og lýsir háskaför frá Tyrklandi til Íslands á skipi sem enginn kunni á. þaðan á frystitogarann Sléttbak. Árið 2005 tók hann sér hlé frá sjó- mannsstörfum og fór í smiðju hjá Héðni til þess að taka sveinspróf í vélvirkjun, sem er nauðsynlegt til þess að öðlast full réttindi. Við tók starf í landi hjá Jarðborunum og endaði hléið frá sjónum á að vera sjö ár. „Ég saknaði þess pínu að vera á sjónum, ég held að allir sjómenn sakni þess. Það er eitthvað við það að vera úti á sjó, anda að sér sjávar- loftinu, og mórallinn er einstakur. Mér lá samt ekkert á að komast aft- ur á sjó, ég var búinn að kynnast konu og var með lítil börn.“ Skip sem enginn kunni á Fyrsta túrinn eftir sjö ára hlé fór Siguróli sem yfirvélstjóri á Fjölni, línuskipi sem gerði út frá Grinda- vík. Eftir það tók við stutt stopp á uppsjávarveiðiskipinu Júpíter og fljótlega fékk hann fast pláss á Sturlaugi H. Böðvarssyni frá Akranesi, þar sem hann starfaði til ársins 2017. Þá bauðst honum að taka við nýju skipi, Akurey AK-10. Hann dvaldi í Tyrklandi í fáeina mánuði til að fylgjast með smíðun- um og sigldi skipinu að lokum heim. Til að æfa sig á skipið tók hann þátt í að sigla Engey, sem var sams konar skip, heim til Íslands. „Það tók um hálfan mánuð að sigla þessu á leiðarenda og læra á skipið í leiðinni. Maður fær í hendurnar eitthvað sem maður kann ekkert á og þarf bara að læra jafnóðum. Við rétt svo kunnum að setja í gang þegar við lögðum af stað. Við þurftum að vera á hnjánum með teikningar og vasa- ljós að rekja allar lagnir til þess að geta lært á kerfin,” rifjar hann upp og segir áhöfnina hafa komist nokkurn veginn klakklaust heim. Þó hafi komið upp töluverð hætta þegar þeir sigldu frá slippnum til að taka olíu fyrir heimför í aftaka- veðri. „Við biðum á áfangastað og lét- um akkeri falla til þess að reyna að vera kyrrir. Þetta var í janúar, veðrið brjálað og svartamyrkur. Fjöldi skipa var í kring, sum þeirra ljóslaus og búin að liggja þarna í mörg ár. Þetta var eins og að fara inn í völundarhús. Við höfðum áhyggjur af því að við myndum fjúka á önnur skip eða þau á okkur. Stanslaus neyðarköll bárust Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á sjómannadaginn Það var svolítið óvenjulegt að vera kominn út á sjó og vera hættur að sjá til lands. Þá velti ég því fyrir mér hvað ég væri kominn út í, en það þýðir ekkert að hætta við. Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Ísland www.rafstjorn.is Virkni loftræstikerfa er okkar fag! Nótaveiðar í miklu uppáhaldi Siguróli Sigurðsson vélstjóri hefur komið víða við á rúmlega tveimur áratugum á sjónum. Hann kann að meta sjávar- loftið, en gantast með að það besta við sjómennskuna séu fríin. Mynd/Hreinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.