Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 54

Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 54
54 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 3 Þar segir í upphafsorðum: „Það er hvorttveggja, að Ægir er stórgjöfull við íslensku þjóð- ina, enda krefur hann mikið í staðinn. Mannfórn á mannfórn ofan er honum færð við strendur landsins. Þetta virðist lítið breyt- ast við bættan skipakost. Hann tók mannslífin af opnu bátun- um, síðan af þilskipunum og nú af gufuskipunum. Enn í vetur hafa blóðtökurnar farið fram á mánuði hverjum. Og loks hefir nú sá atburður orðið, að alla setur hljóða, og það væri ekki kynlegt þó að þeir, sem um sár- ast eiga að binda, spyrðu: Er það sanngjarnt að við greiðum þetta voðalega gjald?“ Hann bendir líka á að unnið hafi verið björgunarafrek þegar 24 var bjargað úr skipinu og hvetur til þess að haldið verði áfram að huga að öryggismálum sjómanna: „Miklu hefði hann að líkindum orðið voðalegri, ef ekki hefðu góðir menn og ötulir verið búnir að hefjast handa til varna og gagn- sóknar, og því getað sótt í greipar heljarmeiri hluta þeirra, sem hún hafði sjer vígt. Er því vonandi, að enn verði hert á þessari sókn og vörn. Það, sem liðið er, verður ekki aftur kallað. En hitt er enn á voru valdi, að gera það, sem mannleg- ur máttur orkar til þess, að vernda líf þeirra, sem þjóðin sendir út í þessa hörðu baráttu fyrir heill hennar og lífsviðurværi.“ Togarinn Skúli fógeti var byggður fyrir Alliance í Beverley í Englandi árið 1920, að því er greint var frá í fyrstu frásögn Morgunblaðsins af slysinu. Skip- ið var sagt hið vandaðasta, 348 brúttótonn. Um leið var bent á að Skúli fógeti hefði þá verið talinn tíundi eða ellefti íslenski togar- inn sem farist hefði „síðan Leifur heppni fórst í febrúarveðrinu mikla 1925“. Þá var bent á að með línubyssu þeirri sem Slysavarna- deildin í Grindavík hefði notað til að bjarga 24 skipverjum af Skúla fógeta hefði verið bjargað alls 62 mönnum, með þeim 38 sem bjarg- að var við strand fransks togara austan við Grindavík í mars 1931. »– óká Þeir sem fórust: • Ásgeir Pjetursson háseti • Eðvarð Helgason háseti • Eðvarð Jónsson matsveinn • Guðmundur Stefánsson annar matsveinn • Gunnar Jakobsson kyndari • Ingvar Guðmundsson annar vélstjóri • Jakob Bjarnason fyrsti vélstjóri • Jón Kristjánsson kyndari • Markús Jónasson loftskeytamaður • Sigurður Engilbert Magnússon háseti • Sigurður Sigurðsson bræðslumaður • Sigþór Júlíus Jóhannsson háseti • Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri miklu hefði hann að líkindum orðið voðalegri, ef ekki hefðu góðir menn og ötulir verið búnir að hefjast handa til varna og gagnsóknar, og því getað sótt í greipar heljarmeiri hluta þeirra, sem hún hafði sjer vígt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.