Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 54
54 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 3
Þar segir í upphafsorðum:
„Það er hvorttveggja, að Ægir er
stórgjöfull við íslensku þjóð-
ina, enda krefur hann mikið í
staðinn. Mannfórn á mannfórn
ofan er honum færð við strendur
landsins. Þetta virðist lítið breyt-
ast við bættan skipakost. Hann
tók mannslífin af opnu bátun-
um, síðan af þilskipunum og nú
af gufuskipunum. Enn í vetur
hafa blóðtökurnar farið fram á
mánuði hverjum. Og loks hefir
nú sá atburður orðið, að alla
setur hljóða, og það væri ekki
kynlegt þó að þeir, sem um sár-
ast eiga að binda, spyrðu: Er það
sanngjarnt að við greiðum þetta
voðalega gjald?“
Hann bendir líka á að unnið
hafi verið björgunarafrek þegar 24
var bjargað úr skipinu og hvetur
til þess að haldið verði áfram að
huga að öryggismálum sjómanna:
„Miklu hefði hann að líkindum
orðið voðalegri, ef ekki hefðu
góðir menn og ötulir verið búnir
að hefjast handa til varna og gagn-
sóknar, og því getað sótt í greipar
heljarmeiri hluta þeirra, sem hún
hafði sjer vígt. Er því vonandi, að
enn verði hert á þessari sókn og
vörn. Það, sem liðið er, verður ekki
aftur kallað. En hitt er enn á voru
valdi, að gera það, sem mannleg-
ur máttur orkar til þess, að vernda
líf þeirra, sem þjóðin sendir út í
þessa hörðu baráttu fyrir heill
hennar og lífsviðurværi.“
Togarinn Skúli fógeti var
byggður fyrir Alliance í Beverley
í Englandi árið 1920, að því er
greint var frá í fyrstu frásögn
Morgunblaðsins af slysinu. Skip-
ið var sagt hið vandaðasta, 348
brúttótonn. Um leið var bent á að
Skúli fógeti hefði þá verið talinn
tíundi eða ellefti íslenski togar-
inn sem farist hefði „síðan Leifur
heppni fórst í febrúarveðrinu
mikla 1925“. Þá var bent á að með
línubyssu þeirri sem Slysavarna-
deildin í Grindavík hefði notað til
að bjarga 24 skipverjum af Skúla
fógeta hefði verið bjargað alls 62
mönnum, með þeim 38 sem bjarg-
að var við strand fransks togara
austan við Grindavík í mars 1931.
»– óká
Þeir sem fórust:
• Ásgeir Pjetursson
háseti
• Eðvarð Helgason
háseti
• Eðvarð Jónsson
matsveinn
• Guðmundur Stefánsson
annar matsveinn
• Gunnar Jakobsson
kyndari
• Ingvar Guðmundsson
annar vélstjóri
• Jakob Bjarnason
fyrsti vélstjóri
• Jón Kristjánsson
kyndari
• Markús Jónasson
loftskeytamaður
• Sigurður Engilbert
Magnússon háseti
• Sigurður Sigurðsson
bræðslumaður
• Sigþór Júlíus Jóhannsson
háseti
• Þorsteinn Þorsteinsson
skipstjóri
miklu hefði hann að
líkindum orðið voðalegri,
ef ekki hefðu góðir menn
og ötulir verið búnir að
hefjast handa til varna og
gagnsóknar, og því getað
sótt í greipar heljarmeiri
hluta þeirra, sem hún
hafði sjer vígt.