Sjómannadagsblaðið - 2023, Side 10
H inn 14. desember árið
áður hafði fyrsti skut-
togari landsmanna
(samkvæmt strangri skilgrein-
ingu) komið til Norðfjarðar,
en það var Barði NK 120 í eigu
Síldarvinnslunnar, sem smíð-
aður var í Frakklandi árið 1966.
Í janúar 1971 hófst ný skutt-
ogaravæðing með upphafi samn-
ingaviðræðna við Japani um smíði
tíu skuttogara þar í landi, sem
allir voru afhentir á árinu 1973.
Í kjölfarið var samið um smíði sex
togara á Spáni og fimm í Póllandi
og komu þeir síðustu í þeirri
lotu til landsins árið 1977 þegar
Klakkur VE-103 sigldi til hafnar
í Vestmannaeyjum. Í upphafi árs
1979 áttu Íslendingar orðið hvorki
fleiri né færri en 79 skuttogara og
hafði íslenski sjávarútvegurinn
tekið miklum stakkaskiptum á
tæpum áratug. Smíði skuttogar-
anna í Japan markaði á margan
hátt þáttaskil þar í landi. Þetta var
í fyrsta og eina sinn sem Japan-
ir smíðuðu togara fyrir Evrópu-
markað. Að þessu sinni tóku
Íslendingar af skarið, þrátt fyrir
góða reynslu af smíði Spánverja
og Pólverja, og tóku tilboði Japana
sem staðráðnir voru í að ná ver-
kefninu. Höfðu þeir þó alls enga
reynslu af smíði fiskiskipa ætlaðra
til veiða í erfiðu N-Atlantshafinu
þar sem öldulengd er jafnan á
bilinu 80 til 90 metrar en um 500
metrar í höfunum sem Japanir
lifa og hrærast í. Svo mikill var
metnaður japönsku skipasmíða-
stöðvanna, og í raun stjórnvalda,
að aðeins þrjú ár liðu frá upphafi
samningaviðræðna þar til fyrsti
togarinn var
afhentur á gaml-
ársdag 1972. Ber öll-
um saman um að afrek
hafi verið unnin þar sem Jap-
anir skiluðu af sér gæðasmíði og
vel hönnuðum skipum sem mörg
hver eru enn við veiðar fimmtíu
árum síðar. Sex Japanstogar-
anna voru smíðaðir í Narazaki
Zosen K.K. skipasmíðastöðinni
í Muroran á eyjunni Hokkaido
og fjórir á Niigata. Aðeins einn
togaranna hefur verið rifinn.
Togararnir tíu eru þessir:
1. Vestmannaey VE-54 kom fyrst
til landsins og sigldi inn í
Hafnarfjarðarhöfn 19. febrúar
1973 eftir 49 sólarhringa og
13.500 sjómílna siglingu frá
Japan með viðkomu í höfn á
Hawaii, Panama og Bermuda.
Vegna eldsumbrotanna í Vest-
mannaeyjum var
skipið fyrst um sinn
gert út frá Hafnarfirði. Árið
2006 var skipið selt til Argent-
ínu og heitir nú Argenova.
2. Páll Pálsson ÍS-102 kom til
Ísafjarðar 20. febrúar 1973.
Heimahöfn var Hnífsdalur.
Árið 2017 var hann seldur til
Eyja sem Sindri VE-60 og vet-
urinn 2019 úr landi. Heitir í
dag Campelo 2 í Angóla.
3. Bjartur NK-121 kom til
Neskaupstaðar 2. mars 1973.
Seldur til Íran 2016 og heitir
nú Artur með heimahöfn í
Bushehr.
4. Brettingur NS-50 kom til
heimahafnar í Vopnafirði 28.
mars 1973. Var seldur til Hull
2007. Kom aftur 2010 og fékk
nafnið Brettingur KE-50. Fór
af landinu sem Brettingur
RE-508. Heitir í dag Azar Dar-
ya með heimahöfn í Bandar
Abbas í Íran.
5. Rauðinúpur ÞH 160 kom til
heimahafnar á Raufarhöfn
5. apríl 1973. Var seldur
úr landi vorið 1997.
Heitir í dag Vulkanny
með heimahöfn í Nevelsk
í Rússlandi.
6. Drangey-SK 1 sigldi
inn Skagafjörð til hafnar
á Sauðárkróki 5. maí 1973.
Fór af landinu sem Sól-
bakur EA-307 til Færeyja
þar sem hann hét Kappin
VA-386 í Miðvági. Er í dag
gerður út frá Murmansk í
Rússlandi.
7. Ólafur Bekkur ÓF-2, annar
Japanstogaranna tveggja
sem enn eru í rekstri hér á
landi, kom til heimahafn-
ar á Ólafsfirði 8. maí 1973.
Skipið hefur alla tíð verið
gert út af sömu eigend-
um á Tröllaskaga. Heitir
í dag Múlaberg SI-22 með
heimahöfn á Siglufirði.
8. Hvalbakur SU-300 kom
um miðjan maí 1973. Fór af
landinu sem Jón Vídalín VE-
82. Er í dag í Kína og heitir
Taiko Maru.
9. Ljósafell SU-70 kom til
heimahafnar á Fáskrúðsfirði
31. maí 1973 og er enn í notk-
un þar hjá Loðnuvinnslunni,
arftaka Hraðfrystihúss
Fáskrúðsfjarðar sem keypti
skipið upphaflega.
10. Arnar HU-1 kom til Skaga-
strandar 15. október 1973.
Hét Hríseyjan EA-410 þegar
hann var seldur frá landinu
2004. Fór í brotajárn 2016.
Japanstogararnir
eru mikil og góð
sjóskip sem
enst hafa vel
Fyrsta og eina sinn sem skip á Evrópumarkað
hafa verið smíðuð í Japan
10 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð J ú N Í 2 0 2 3
Hér má sjá Múlaberg SI-22, sem áður hét
Ólafur Bekkur ÓF-2, í Siglufjarðarhöfn.
Skipið er annar tveggja Japanstogara
sem enn eru í rekstri hér á landi.
Mynd/Björn ValdiMarsson
Smíði skuttogaranna
í Japan markaði
á margan hátt
þáttaskil þar í
landi. Þetta var
í fyrsta og eina
sinn sem Japanir
smíðuðu togara fyrir
Evrópumarkað.
Ein þriggja umfangsmikilla skuttogara-
væðinga sjávarútvegsfyrirtækja hér
á landi hófst í ársbyrjun 1971 þegar
samningaviðræður voru hafnar á
vegum stjórnvalda við Japani
um raðsmíði tíu 490
tonna skuttogara fyrir
íslenskar útgerðir.