Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 2023, Qupperneq 44

Sjómannadagsblaðið - 2023, Qupperneq 44
44 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 3 Á síðustu 34 árum hefur Hampiðjan framleitt og selt yfir þúsund Gloríur til útgerða í 28 löndum. atriða. Þá verður aftur boðið upp á tvo dagskrárliði sem nutu óvænt mikilla vinsælda í fyrra: klifur- vegginn sem slútir yfir sjóinn sem og siglingu með varðskipi Land- helgisgæslunnar. Elísabet segir að aðsóknin í siglingu hafi verið slík í fyrra að ákveðið hafi verið að hafa enn fleiri ferðir í ár þannig að sem flest geti kynnst þessum mikil- væga tækjakosti. Nánari upplýsingar um hátíðar- dagskrána má nálgast hér í blað- inu og segist Elísabet vona að sem flest sjái sér fært að taka þátt og fagna sjómannadeginum saman. „Það væri óskandi að við fengjum aftur jafn gott veður og í fyrra en við vonum að fólk láti ekki veðrið á sig fá. Það væri enda í anda sjó- manna að fara niður á höfn í brjál- uðu veðri,“ segir Elísabet og hlær. »- sój Tækifæri til að fagna framförum n Þrátt fyrir að sífellt minnkandi hluti þjóðar- innar starfi við sjávarútveg segir Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs, að enn sé fullt tilefni til að fagna sjómannadeginum. Sjávarút- vegur sé enn gríðarlega mikilvægur atvinnuveg- ur, ein af þremur stoðum íslensks efnahags, og að hann standi enn styrkum stoðum þrátt fyrir margvísleg efnahagsleg áföll á undanförnum ára- tugum. „Við stöndum framarlega á heimsvísu á þessu sviði og við eigum að vera óhrædd að tala um það. Við erum ofboðslega góð í sjómennsku,“ segir Aríel. Vísar hann þar meðal annars til allrar þeirrar nýsköpunar sem á sér stað í íslenskum sjávarútvegi; hvort sem það er í veiðiaðferðum, vinnslu, meðhöndlun eða frystingu. „Þessi ný- sköpun er orðin útflutningsvara í sjálfu sér, rétt eins og afurðirnar,“ segir Aríel. Þrátt fyrir að hefðirnar séu í fyrirrúmi á sjómannadaginn er dagurinn jafnframt kjörið tækifæri fyrir fólk til að kynnast öllum þessum nýju og spennandi öngum sjávarútvegarins. Ef það er einhver einn lærdómur sem við getum dregið af hátíðinni í fyrra þá er það að huga betur að umferðinni út af grandanum. Það myndaðist smá teppa þegar mannfjöldinn yfirgaf svæðið eftir hátíðina. Aríel Pétursson er formaður Sjómannadagsráðs. Mynd/Hreinn Magnússon

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.