Árbók íþróttamanna - 01.12.1946, Page 63
Olafur Guðmundsson
fíragi Magnússon
Bragi Magnússon getur sér orðstí í Bandaríkjunum
Eins og getið var nm í síðustu árbók fór Bragi Magnússon íþróttakenn-
ari til Bandaríkjanna haustið 1943 og lagði þar stund á íþróttanám við
háskóla í Minnesota. Sumarið 1945 lauk Bragi „Bachelors“ gráðu frá
íþróttadeild háskólans með hárri fyrstu einkunn. Síðan hóf hann lestur
undir masters gráðu í uppeldisfræðum í háskólanum í Minnesota og lauk
því næsta ár með ágætri einkunn. Bragi er stúdent frá Menntaskólanum
a Akureyri, en lauk íþróttakennaraprófi við Laugarvatnsskólann vorið
eftir, 1943. Aður en hann fór tók hann mikinn þátt í íþróttalífinu hér
heima og þótti fjölhæfur íþróttamaður. 1 Bandaríkjunum tók Bragi þátt
i ýmsum keppnum fyrir háskóla sinn aðaBega í frjálsum íþróttum og gat
sér jafnan góðan orðstí. 1945 hlaut hann hæsta stigatölu einstaklinga á
Islendingadeginum og vann skjöld þann, sem um var keppt. Tók hann þá
þátt í 100 m. hlaupi, hástökki, kúluvarpi og íslenzkri glímu. Beztu afrek
Braga í frjálsum íþróttum voru þessi: 400 m. hlaup: 54 sek. ’44, kúluvarp:
12,50 m. ’44, hástökk: 1,72 m. ’45, 100 m. hlaup: undir 12 sek. og 110 m.
grindahlaup: 17—18 sek. Því miður hefur ekki tekizt að afla nákvæmari
upplýsinga um áðurnefnd afrek hans. Ekki mun ofmælt þótt fullyrt sé,
að Bragi hafi einhverja þá beztu undirstöðu- og sérmenntun, sem nokkur
Islendingur hefur haft á þessu sviði.
61