Árbók íþróttamanna - 01.12.1946, Page 73
!’Ieistaraflokkur Fram, sem vann Walterskeppnina. — Fremri röð frá vinstri:
Sœmundur Gíslason, Karl Guðmundsson, Magnús Kristjánsson, Guðmundur
Guðmundsson, Kristján Ólafsson. Efri röð: Hermann Guðmundsson, Sigurð-
lír Agústsson, Þórhallur Einarsson, Magnús Agústsson, Böðvar Pétursson
og Gísli Benjamínsson.
hafa verið hér í Reykjavík á árinu og að nokkru getið um gang þeirra og
urslit. En auk þeirra hafa svo farið fram 5 leikir milli úrvals brezka setu-
liðsins annarsvegar og úrvals reykvískra knattspyrnumanna hinsvegar. Leikir
þessir fóru fram á tímabilinu júlí—október. Höfðu íslendingar sigur í fyrsta
°g þriðja leiknum, með 4:0 og 3:2, en annar og fjórði urðu jafntefli, 1:1 og
3:3, en hinn fimmta og síðasta unnu Bretar með 3:2.
Leikir þessir voru allir mjög vel sóttir, enda skemmtilegir og yfirleitt vel
leiknir á báða bóga. Ekki verður því þó neitað, að Bretar réðu yfir meiri
leikni og öruggari spyrnum og ekki hvað sízt meiri hreyfanleik liðanna í
heild. Enda eru margir þeirra í hópi ágætust’u knattspyrnumanna þjóðar sinn-
ar. Ekki leikur það á tveim tungum, að reykvískir knattspyrnumenn hafa haft
tnjög mikið gagn af því að fá tækifæri til að þreyta kappleiki við þessa
prúðu og snjöllu leikmenn.
71