Árbók íþróttamanna - 01.12.1946, Síða 74
Knattspyrnan í Reykjavík 1945
Leikjaijöldi og þátttaka
Eins og að líkum lætur er knattspyrnan sú íþrótt hér á landi, er flesta
hefur iðkendur og keppendur. Eftir lauslega athugun teljast vera um 600
iðkendur íþróttarinnar hjá Reykjavíkurfélögunum. En eftir þeim leik-
skýrslum, er fyrir liggja, koma fram 408 keppendur í hinum ýmsu knatt-
spyrnumótum, sem haldin voru á vegum Knattspyrnuráðs Reykjavíkur á
árinu 1945. Keppendur skiptast þannig á milli flokka: Meistaraflokur -76,
I. flokkur 134, II. flokkur 111, III. flokkur 107. Utanbæjarþátttakendur,
sem hér eru taldir með, munu vera 75. Alls voru háðir 66 kappleikir í
hinum sömu mótum og skiptast þeir þannig: Meistaraflokkur 21, I. flokk-
ur 18, II. flokkur 16, III. flokkur 11. Hjá Reykjavíkurfélögunum var þátt-
takendafjöldi í hinum fjórum flokkum þessi:
Fram: K.R.: Valur: Víkingur:
Meistarafl. 20 Meistarafl. 19 Meistarafl. 16 Meistarafl. 21
I. fl 29 I. fl 19 I. fl 16 I. fi 17
11. fl 19 II. fl. ... 16 11. fl. ... 14 II. fl. .... 21
III. fl 19 III. fl. ... 16 III. fl. ... 18 III. fl 16
Auk þess sendi I.R. 24 keppendur
Reykjavíkurmót I. flokks. Fjórða-
flokksmótið féll því miður niður að þessu sinni.
íslenzkir knattspYrnumenn erlendis
Tveir íslenzkir knattspyrnumenn, sem eru reykvískum knattspyrnuunn-
endum kunnir og eru við nám í Englandi, hafa leikið með þarlendum
knattspyrnufélögum og staðið sig með ágætum. Knattspyrnumenn þessir
eru Ottó Jónsson, Fram, sem leikið hefur með „Hearts“, og Albert Guð-
mundsson, Val, sem leikið hefur með „Glasgow-Rangers".
Leikir við setuliðið
I Reykjavík voru háðir alls fimm opinberir kappleikir við brezka setu-
liðið. Leikirnir voru háðir með samþykki I.S.Í. Agóðanum af leikjum
þessum var varið þannig, að knattspyrnuráðið fékk ágóðann af tveimur
leikjum, en Iþróttaheimili I.S.I., Berklavörn og Bretarnir ágóðann af
einum leik hvert. Af K.R.R. hálfu kepptu ávallt úrvöl (blandað lið) og
72