Árbók íþróttamanna - 01.12.1946, Qupperneq 89
Haukar, knattspyrnumeistarar Iiajnarjjarðar 1944 og 1945. Standandi jrá V.:
Oli B. Jónsson (dómari), Hajsteinn Baldvinsson, Egill Egilsson, Brynjólfur
Jóhannesson, Sigurbjörn ÞórSarson, Karl Auðunsson (Benedikt Sigurðsson
kom í hans stað síðara árið), Guðm. Þórðarson, Friðjtjófur Sigurðsson, Jón
Pálmason og Guðsveinn Þorbjörnsson, jorm. Hauka. A kné: Steján Egilsson,
Guðm. Eyþórsson og Jón Egilsson.
inn fór þannig, að jafntefli varð, 4:4, þrátt fyrir tvær fraralengingar. ■—
Dómarar mótsins voru sr. Robert Jack, Gunnar Olafsson og Tómas Arna-
son, er tlæmdi úrslitaleikinn. Keppt var um farandbikar, gefinn af K.R.
1943. Keppnin fór fram á tveim völlum í gróðrarstöðinni.
IIAFNARFJÖRÐUR. Vormót Hafnarfjarðar í knattspyrnu fór þannig,
að Haukar unnu með 12 stigum. F.H. fékk 2 stig. I einstökum flokkum
fóru leikar sem hér segir: I. flokkur: Haukar unnu F.H. með 2:1 í fyrri
umferð, en 5:4 í síðari umferð. II. flokkur: Ifaukar unnu báða leikina
með 2:1 og 6:3. III. flokkur: F.H. vann Hauka í fyrri leiknum með 3:1,
en Haukar unnu síðari leikinn með 4:0. Urslitaleik III. flokks unnu
Haukar með 4:0.
Haustmótinu lauk í október. Voru leiknar tvær umferðir í I. og III.
flokki, en ein í II. flokki. Úrslit urðu þessi: I. flokkur: F.H. vann fyrri
leikinn með 1:0, en síðari leikurinn varð jafntefli 3:3. II. flokkur: Haukar
sigruðu með 2:1. III. flokkur: F.H. vann fyrri leikinn með 5:1, en sá
síðari varð jafntefli 0:0. — Heildarúrslit beggja umferða Haustmótsins urðu
87