Árbók íþróttamanna - 01.12.1946, Side 90
því þau, aS F.H. vann I. og III. flokk, hlaut 6 stig alls, en Haukar unnu
II. flokk og fengu 4 stig. Eru Haukar því Knattspyrnumeistarar Hafnar-
fjarðar fyrir árið 1945. Hlutu þeir alls 16 stig út úr báðum mótunum, en F.H.
fékk 8 stig.
Rafhakeppnin fór þannig, að jafntefli varð 1:1, en þegar keppa skyldi
aftur til úrslita, mættu Haukar ekki til leiks, og vann F.H. því keppnina
og bikarinn til fullrar eignar, þar sem þetta var í þriðja sinn í röð, sem
félagið vann þessa keppni.
Hafnfirðingar :Keflvíkingar. 29. október fór fram knattspyrnukeppni í
Hafnarfirði milli Hafnfirðinga og Keflvíkinga. Unnu Hafnfirðingar leik-
inn með 7:2.
VESTMANNAEYJAR: Vorleikir. 27. maí III. flokkur: Þór vann Tý með
1:0. 3. júní II. flokkur: Þór vann Tý með 2:1. 10. júní I. flokkur: Týr
vann Þór með 3:1.
Haustleikir: 9. sept. III. flokkur: Týr vann Þór með 1:0. 16. sept. II.
flokkur: Týr vann Þór með 2:1. 23. sept. I. flokkur: Þór vann Tý með 3:0.
— Félögin skildu því jöfn. Þór vann þrisvar og Týr þrisvar, hvort félagið
einu sinni hvern flokk. —- Annars tók Iþróttabandalag Vestmannaeyja
þátt í tveim landsmótum í Reykjavík, II. og III. flokks mótunum. — Að-
staða til knattspyrnuæfinga í Vestmannaeyjum er og hefur verið mjög
slæm, fyrst og fremst vegna vertíðarinnar, dragnótaveiðanna og síldveið-
anna.
KEFLAVÍK. I. flokkur Fram fór til Keflavíkur og háði þar einn leik,
sem lauk með jafntefli 1:1.
ISAFJORÐUR. 17. júní fór fram knatlspyrnukeppni í I. flokki um Leós-
hikarinn. Vann Hörður Vestra. —
Meistaraflokkur Knattspyrnufél. Rvíkur fór fljúgandi til ísafjarðar í júlí-
mánuði í boði Iþróttabandalags ísfirðinga. Lék K.R. tvo leiki við úrval
úr félögunum á ísafirði með þeim úrslitum, að ísfirðingar unnu fyrri
leikinn með 2:1, en K.R. þann síðari með 1:0. Fararstjóri K.R.-inga var
Jón Leós.
KNATTSPYRNUMÓT VESTFJARÐA. II. jl. mótið hófst 8. sept. og lauk
15. sept. með sigri Harðar, er fékk 3 stig, en Vestri fékk 1 stig. I. fl. mótið
féll niður þar eð aðeins eitt félag, Hörður, tilkynnti þáttttöku. Taldist Hörð-
ttr því löglegur handhafi Fram-hornsins fyrir árið 1945. I III fl. féll keppnin
niður, þar eð engin þátttaka fékkst.