Árbók íþróttamanna - 01.12.1946, Qupperneq 98
Hátíðarsundmót til minningar um Jónas Hallgrímsson
26. maí fór fram sundkeppni og sundsýning í Sundhöll Reykjavíkur til
minningar um aldarártíð Jónasar Hallgrímssonar. Mótið var haldið að til-
hlutan stjórnar Iþróttasambands Islands og íþróttafulltrúa ríkisins. Forseti
I.S.Í., Ben. G. Waage, setti mótið með stuttri ræðu. Síðan hófst sund-
keppnin og urðu úrslit þessi: 400 m. bringusund karla: 1. Sig. Jónsson,
K.R. 6:28,8 mín. 2. Sig. Jónsson, Þing. 6:29,0 mín. 3. Hörður Jóhannesson,
Æ. 6:44,1 mín. 100 m. skriSsund: 1. Ari Guðmundsson, Æ. 1:03,7 mín. 2.
Rafn Sigurvinsson, K.R. 1:07,0 mín. 3. Oskar Jensen, Á. 1:09,8 mín. Tími
Ara er jafn meti Jónasar IJalldórssonar. 200 m. bringusund kvenna: 1.
Anna Ölafsdóttir, Á. 3:27,8 mín. Á móti Önnu syntu tvær stúlkur, sína
100 metrana hvor. Var Anna langt á undan þeirri fyrri og einnig vel á
undan hinni. — Að þessum keppnum loknum hófst sundsýning undir stjórn
Jóns Pálssonar sundkennara. Skýrði hann frá þróun sundíþróttarinnar allt
frá fornöld fram til vorra daga, en margir þekktir sundmenn, ungir og
gamlir, sýndu hinar ýmsu sundaðferðir. Var sýning þessi og erindi Jóns í
sambandi við hana hin fróðlegasta, enda vakti hún mikla athygli við-
staddra.
Sundmót Ármanns
Sundmót Ármanns fór fram í Sundhöllinni 14. nóv. fyrir fullu húsi.
Þátttakendur voru 76 frá fimm félögum, 28 frá Armanni, 4 frá íþróttafél.
Reykjavíkur, 19 frá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, 24 frá Ægi og 1 frá
Ungmennasambandi Þingeyinga. Orslti í einstökum greinum urðu þessi:
400 m. skriSsund karla: 1. Ari Guðmundsson, Æ. 5:28,7 mín. 2. Sigurður
Árnason, Á. 6:18,8 mín. Ari vann hér Vísisbikarinn í annað sinn. 100 m.
baksund karla: 1. Leifur Eiríksson, K.R. 1:23,3 mín. 2. Halldór Bachmann,
Æ. 1:25,7 mín. 3. Ólafur Guðmundsson, Í.R. 1:29,1 mín. 100 m. bringu-
sund kvenna: 1. Anna Ólafsdóttir, Á. 1:32,7 mín. (nýtt met) 2. Sunneva
Ólafsdóttir, Á. 1:41,4 mín. 3. Kristrún Karlsdóttir, Á. 1:42,2 mín. Anna
ruddi þarna hinu 6 ára gamla meti Þorbjargar Guðjónsdóttur, Æ., sem var
1:33,8 mín. 100 m. bringusund karla: 1. Sigurður Jónsson, U.M.S.Þ. 1:21,4
mín. 2. Sigurður Jónsson, K.R. 1:21,5 mín. 3. Hörður Jóhannesson, Æ.
1:22,8 mín. 6 menn syntu undir 1:25,0 mín. 50 m. bringusund stúlkna:
1. Þóra Hallgrímsdóttir, Á. 47,0 sek. 2. Gyða Stefánsdóttir, K.R. 48,6 sek.
3. Guðlaug Guðlaugsdóttir, Á. 49,5 sek. 50 m. skriðsund drengja: 1. Eyþór
Árnason, K.R. 32,3 sek. 2. Ragnar M. Gíslason, K.R. 32,5 sek. 3. Reynir
Kristinsson, Á. 34,5' sek. 100 m. bringusund drengja: 1. Kristinn Dagbjarts-
96