Árbók íþróttamanna - 01.12.1946, Blaðsíða 111
og loks 200 m. skriðsund á 2:08,9 mín. Árin fyrir stríðið höfðu þessir
sömu menn þó náð mun betri tímum eða sem hér segir: 1941 synti Boit-
chenko 100 m. á 1:05,4 og 200 m. á 2:29,8 mín., sem hvort tveggja var
langt undir heimsmetunum. Mescbenko synti 100 m. á 1:07,4 mín. (1936)
og 200 m. á 2:33,1 mín., 400 m. á 5:38,4 mín. og 500 m. á 7:10,6 mín. árið
1941. Voru 2 síðasttöldu tímar hans einnig undir þágildandi heimsmetum.
Þar sem Rússar eru ekki í alþjóðasambandi íþróttamanna hafa þessi glæsi-
legu afrek aldrei hlotið staðfestingu sem heimsmet.
r Bandaríkjunum synti Alan Ford 100 yards frjálsa aðferð á 49,4 og
100 m. á 55,7 sek., sem er hvort tveggja undir heimsmetum hans á þessum
vegalengdum, en þar sem synt var í aðeins 20 yards langri laug, verða af-
rekin ekki staðfest. Wm. F. Kelly synti 50 m. bringusund á 30,3 sek., en á
þeirri vegalengd er ekki staðfest heimsmet. Hinn 14 ára garnli James Mc
Lane reyndist ósigrandi á lengri vegalengdum. Varð hann meistari í 800
m. á 10:33,3 og 1500 m. á 19:49,5 mín. á undan hinum fræga Nalcama, og
setti nýtt met í 3ja mílna sundi. — Meðal kvenfólksins bar mest á þeim
Ann Curtis og Brenda Helser í skriðsundi. Sú fyrrnefnda setti ný met í
1000 m. (14:26,4) og 1500 m. (21:53,8), en hin í 100 m. (1:05,8) og 200 m.
(2:28,2). Jeanne Wilson setti met í 50 m. bringusundi (36,6) og Barbara
Jensen í 100 m. baksundi (1:16,8).
Til samanburðar við okkur Islendinga birtist hér árangur Danmerkur-
meistaranna í sundi 1945, en Danir eru eins og kunnugt er meðal fremstu
sundþjóða í heiminum.
Karlar: Danmerkurmeistarar í sundi 1945
100 m. frjáls aðferð: E. Christopersen, D.M.G...... 1:04,3 mín.
200 — — — Sami 2:24,5 —
400 — — — Sarni 5:13,4 —
1500 — — — Sami 21:29,5 —
100 — baksund: Börge Bæth, Spörtu . 1:13,3 —
200 — bringusund: Viggo Esmann, A.G.F............. 2:55,7 —
4x50 — boðsttnd: D.G.M............... 1:54,3 —
Konur:
100 m. frjáls aðferð: Fritze Nathansen, A.G.F..... 1:08,6 mín.
400 — — — Karen Margr. Harup, D.K.G......... 5:35,0 —
100 — baksund: Sama .. 1:20,3 —-
200 — bringusund: Inga Sörensen, A.G.F............ 3:11,2 —-
4x50 — boðsund: D.K.G............... 2:07,3
100