Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 7

Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 7
Merkja má töluverðan mun á áhugasvið- um karla og kvenna þegar kemur að tölvusnuðri ef marka má rannsókn sem unnin var í Bretlandi fyrir öryggis- og vírusvarnafyrirtækið Symantec. Rann- sóknin leiddi í ljós að konur væru líklegri til að snuðra í tölvupósti og skrifum maka sinna heima fyrir en karlmenn væru hnýsnari um trúnaðarmál á vinnu- staðnum. KONURNAR NJÓSNA FREKAR UM KARLANA 40 prósent kvenna sögðust myndu skoða tölvupóst maka sinna ef þær hefðu grun um að þeir væru þeim ótrúir á meðan einungis 25 pró- sent karlmanna sögðust myndu fara þá leið. Sömu sögu var að segja um textaboð. 65 prósent kvenna sögðust líklegar til að skoða textaboð á símum karla sinna ef þær þekktu ekki númer sendandans, en aðeins fjórðungur karla sagðist mundu hafa þann háttinn á. Karlarnir láta frekar undan forvitninni á vinnu- staðnum, en 27 prósent þeirra myndu forvitnast um laun samstarfsmanna sinna á tölvu yfirmannsins ef tækifæri byðist, en einungis 13 prósent kvenna. Að sama skapi mundi fjórðungur karla snuðra í trúnaðarupplýsingum fyrirtækisins, en ein- ungis 10 prósent kvenna. „Fólk er forvitið að eðlisfari og það eru til einstaklingar sem myndu lesa tölvupóst annarra og meira til ef þeir gætu,“ segir Kevin Chapman hjá Symantec. Í ljósi rann- sóknarniðurstaðnanna hefur Symantec gef- ið út eftirfarandi þumalputtareglur sem hjálpa eiga fólki að passa upp á gögnin sín: • Notið aðgangsorð á viðkvæm skjöl • Látið farsímann kalla á PIN-númer þegar kveikt er á honum • Haldið aðgangsorðum leyndum og skiptið um þau reglulega • Ekki nota aðgangsorð sem auðvelt er að giska á • Notið skjáhvílu sem læst er með aðgangs- orði. KYNJAMUNUR Á TÖLVUSNUÐRI – Konur njósna um karla og karlarnir um vinnuna F Y R S T O G F R E M S T www.heimur.is 7Ágúst Tölvuheimur 2003                             ! " !# $ %  & ##' ()!! " *+& ##' ()!,  -   " ...            *        /          0  1       23  * 4  56  78       9/    9 + %  ' " (        %9               Fyrirtækið NOP (www.nop.co.uk) vann rannsóknina fyrir Symantec (www.symantec.com), en á heimasíðu Syman- tec má finna gagnlegar upplýsingar um vírusa og aðra óværu á Netinu. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tölvuheimur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.