Tölvuheimur - 01.08.2003, Qupperneq 7

Tölvuheimur - 01.08.2003, Qupperneq 7
Merkja má töluverðan mun á áhugasvið- um karla og kvenna þegar kemur að tölvusnuðri ef marka má rannsókn sem unnin var í Bretlandi fyrir öryggis- og vírusvarnafyrirtækið Symantec. Rann- sóknin leiddi í ljós að konur væru líklegri til að snuðra í tölvupósti og skrifum maka sinna heima fyrir en karlmenn væru hnýsnari um trúnaðarmál á vinnu- staðnum. KONURNAR NJÓSNA FREKAR UM KARLANA 40 prósent kvenna sögðust myndu skoða tölvupóst maka sinna ef þær hefðu grun um að þeir væru þeim ótrúir á meðan einungis 25 pró- sent karlmanna sögðust myndu fara þá leið. Sömu sögu var að segja um textaboð. 65 prósent kvenna sögðust líklegar til að skoða textaboð á símum karla sinna ef þær þekktu ekki númer sendandans, en aðeins fjórðungur karla sagðist mundu hafa þann háttinn á. Karlarnir láta frekar undan forvitninni á vinnu- staðnum, en 27 prósent þeirra myndu forvitnast um laun samstarfsmanna sinna á tölvu yfirmannsins ef tækifæri byðist, en einungis 13 prósent kvenna. Að sama skapi mundi fjórðungur karla snuðra í trúnaðarupplýsingum fyrirtækisins, en ein- ungis 10 prósent kvenna. „Fólk er forvitið að eðlisfari og það eru til einstaklingar sem myndu lesa tölvupóst annarra og meira til ef þeir gætu,“ segir Kevin Chapman hjá Symantec. Í ljósi rann- sóknarniðurstaðnanna hefur Symantec gef- ið út eftirfarandi þumalputtareglur sem hjálpa eiga fólki að passa upp á gögnin sín: • Notið aðgangsorð á viðkvæm skjöl • Látið farsímann kalla á PIN-númer þegar kveikt er á honum • Haldið aðgangsorðum leyndum og skiptið um þau reglulega • Ekki nota aðgangsorð sem auðvelt er að giska á • Notið skjáhvílu sem læst er með aðgangs- orði. KYNJAMUNUR Á TÖLVUSNUÐRI – Konur njósna um karla og karlarnir um vinnuna F Y R S T O G F R E M S T www.heimur.is 7Ágúst Tölvuheimur 2003                             ! " !# $ %  & ##' ()!! " *+& ##' ()!,  -   " ...            *        /          0  1       23  * 4  56  78       9/    9 + %  ' " (        %9               Fyrirtækið NOP (www.nop.co.uk) vann rannsóknina fyrir Symantec (www.symantec.com), en á heimasíðu Syman- tec má finna gagnlegar upplýsingar um vírusa og aðra óværu á Netinu. 

x

Tölvuheimur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.