Úrval - 01.06.1945, Blaðsíða 56

Úrval - 01.06.1945, Blaðsíða 56
54 ÚRVAL langan tíma, nálega eitt ár, en undir haustið, sem hann geng- ur í sjó, fær hann á fáum vik- um ferðabúning, líkt og lax- seiði, hann verður ,,bjartáll“, mjög dökkur að ofan, bronsi- gljáandi ofan til á hliðunum, en neðan til og á kviði silfurgljá- andi, bakuggi og eyruggi nærri svartir. í þessum búningi yfir- gefur állinn vötnin og strend- urnar og leggur út á djúpið í sína löngu brúðkaupsför. Ásamt þúsundum kynbræðra sinna og systra, sem flykkjast að úr öll- um vötnum og ám Evrópu, legg- ur hann leið sína út á djúp At- landshafsins, og linnir ekki ferð- inni, fyrr en komið er til Sara- gossahafsins. Þar gýtur hrygn- an, og hængurinn frjóvgar egg- in, en að því loknu leggjast þau bæði til hinztu hvíldar. Ödys- seifskviðu þeirra er lokið. Hér á landi verður alloft vart við álaseiði í fjörupollum og lækjarósum, frá vorjafndægr- um og fram í ágúst, en sjaldan þó miklar uppgöngur. Æði er það þó mismunandi eftir lands- fjórðungum. Á Suðurlandi og Suðvesturlandi, milli Lónsheið- ar og Snæfellnessfjallgarðsins er hann algengur, þar sem eru flæðiengi og flóar, einkum í Meðallandi í Landeyjum, Flóa og Ölvusi, í Borgarfirði, á Mýr- um og út eftir Snæfellsnesi. Við Breiðafjörð virðist mest um hann á Rauðasandi, og á Vest- f jörðum er lítið um hann, sömu- leiðis á vestanverðu Norður- landi, en fyrir austan Eyjafjörð og allt til Berufjarðar verður hans varla vart, enda þótt mörg svæði séu þar hentug fyrir hann. Sýnir þetta berlega, að hann forðast köldustu strendur landsins; hinsvegar sækir hann í volga læki, eins og Varmá 1 Mosfellssveit, Laugalækinn hjá Reykjavík og víðar. Állinn er afar lífseigur. Hann getur flestum fiskum lengur verið uppi úr vatninu, og er það því að þakka, hve lítil tálknop- in eru og tálknunum því síður hætt við að þorna, og svo lík- lega því, hve slímugur hann er að utan, en það veldur því, að roðið þornar síður og húðönd- unin getur haldizt við. Þetta notar hann til að komast úr einni tjörn í aðra, eða til sjáv- ar, þar sem engin vatnaleið er á milli, en engar aðrar hindr- anir. Greiðast gengur ferðin yf- ir blauta flóa og mýrar, eða döggvot engi að nóttu til. Fer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.